Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 30
24
Ásmundur Guðmundsson:
Prcstafélagsritiö.
legar framfarir séu undirrót allrar þróunar í félags-
málum og andlega lífið, listir, lieimspeki, trú, siðgæði
o. s. frv. aðeins yfirvöxtur, er fari eftir rótinni — þeir
leggja þó margir megináherzlu á það, hvað sé rétt og
livað órétt og vilja hið rétta. Á líkan hátt fer ýmsum
af þeim, sem telja sig vera á móti trú og trúarbrögðum.
Þegar þeim finst skyldan kalla við framtíðarríkið á
jörðinni, þá verða þeir gagnteknir af fórnarhug og
hrifningu. Æskumenn t. d. gjörast fagnandi sjálfboða-
liðar við erfiðustu og liættulegustu störfin, vinna kreptir
niðri í námugöngum vikum saman og kvíða því ekki
að láta lieilsu né líf. En livað er þetta í insta eðli sínu
annað en trú? Undarlegt væri það, ef ekki gæti tekist
nein samvinna milli þessa siðgæðisanda og trúaranda,
sem vill bæta úr heimsbölinu, og kirkju Krists. Er það
ekki einmitt boðskcipur Krists um guðsríki svo á jörðu
sem á himnum, er þessir menn þarfnast og þrá ef til vill
óvitandi — svo að liann geti orðið verkalýðshreyfing-
unni sól og dögg og látið vorið þrungið lífi koma til
allra.
Ýms einstök mál, sem verkamannalireyfingin hér ber
fram, á kirkja vor einnig að styðja að minni hyggju.
Verkamenn liafa þegar að fyrra bragði leitað slíkrar
aðstoðar. Var fyrir nokkurum árum heiðni frá þeim
borin fram á prestastefnu, þess efnis að kirkjan ynni
með þeim að afnámi lielgidagavinnu, þar sem hún
hefði haft skaðleg áhrif á heimili margra verka-
manna. Kirkjunni þótti vænt um það, að lienni var þann-
ig rétt bróðurhönd, og prestar og fulltrúar verkamanna-
félaga unnu saman. Af því starfi er nú runnin löggjöf
um almannafrið á lielgidögum. Slíkt handtak milli
verkamannanna og kirkjunnar þarf að haldast. Enda
fæ ég ekki betur séð en að kirkjunni ætti að vera hæði
ljúft og skylt að styrkja eftir megni mál eins og al-
mannatryggingar, ellitryggingar, full þjóðfélagsréttindi
þeim til handa, sem neyðst hafa til að leita opinbers