Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 31
Prestaféiagsritið. Kirkjan og verkam.hreyfingin.
25
styrks, aÖrar bætur á fátækralögunum, bráðar varnarráð-
stafanir gegn heilsuspillandi húsakynnum, atvinnuleysi
o. s. frv. Dæmi annara ættu að verða oss hvöt í þeim
efnum. Þess er t. d. skemst að minnast, er 170 prestar
í Kaupmannahöfn skora á Landsþingið að samþykkja
lög um atvinnuleysisbætur. —
Til þess að gjöra slíkt þarf kirkja vor ekki að fylla
ákveðinn stjórnmálaflokk og má það lieldur ekki. Hún
á ekki að vera pólitisk í þeim skilningi. Þeir eru til, sem
halda því fram, að hún sé það eða eigi að vera. Það
er rangt og fásinna. Þá yrðu dagar hennar taldir fyr en
varði. Stjórnmálaflokkar leysast upp og hverfa með tím-
anum. En málefni kirkjunnar er eilíft og á að ná til
allra manna jafnt, af hvaða stjórnmálaflokki sem þeir
eru. Fylti hún aðeins einn þeirra, væri hætt við, að hún
ætti erfitt með að ná til liinna. í órofasambandi við hug-
sjón hennar um komu guðsríkis á jörðina er hugsjónin
um komu þess í sál hvers manns. Sama þroskabrautin,
sem liggur fyrir mannkyninu öld af öld, liggur einnig
fyrir einstaklingnum fyrst hér og svo eftir fá ár eða ára-
tugi þar, sem niður tímans heyrist ekki lengur. Hvort
heldur sem litið er, er himininn takmarkið. Guðsvilji
verði svo á jörðu sem á himnum. í þessum skilningi
horfir kirkjan til himins. En það kastar sízt rýrð á þessa
jörð og þetta líf. Einmitt því meiri ábyrgð fylgir því
að lifa hér, og því meiri nauðsyn er að reyna að greiða
fram úr hinu mikla vandamáh, sem verkamannahreyf-
ingin hygst að leysa, og úr öðrum vandamálum jarð-
lífsins. Það er satt, að „vort ferðalag gengur svo grátlega
seint“, þótt þessar 19 aldir, sem kristindómurinn hefir
verið á jörðunni, séu raunar ekki nema dropi í hafi tím-
ans. Vér menirnir eigum enn harla mikið ólært til þess,
að geta skift hróðurlega lífsgæðunum hér, og að hug-
sjónin forna rætist, að „auðurinn verði réttlátur". Enn
111 un löng og erfið leið upp brattann, unz komist verður
á hæstu eggjar. Vit og þekking, þor og stilling, hagsýni og