Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 32
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
stjórnspeki fá miklu áorkað, er þau leggjast á eitt, og
fegin vildi kirkjan eftir megni eiga þar sem mestan lilut
að málum. En eins og guðsrikið á að koma bæði hið
ytra og innra, þannig verður um lausn þessa vanda.
Innri kærleiksþróttur verður að vera samfara allri við-
leitni liið ytra, og einkum á kirkjan að reyna að efla
liann og bera sáttarorð milli þeirra, sem deila, og varna
því, að slitið sé friðinum. Hún á hið innra aðalhlut-
verk sitt, hlutverk, sem Copec-hrejdingin orðar svo, að
hún eigi að vera samvizka ríkja og þjóða — aflvaki
hins bezta í mannssálunum. Þegar þessi hugsjón, sem
fyrir vakir, sást í svip í sögu mannkynsins eins og veru-
leiki hjá frumsöfnuðinum kristna, þar sem var „eitt
lijarta og ein sál og enginn sagði það sitt vera, er hann
átti, heldur var alt sameiginlegt“ — þá var það kær-
leikurinn, sem afreksverldð vann. Af því bregður enn
Ijóma fram á leið. Vandamálið mikla að skifta rétt
jarðargæðunum verður aðeins leyst í kærleikshug. Kær-
leikurinn er eina tryggingin fyrir réttlætinu. Þá fyrst
verður rétt skift, þegar kærleikurinn skiftir.
En síðast og fyrst verður kirkjan, svo að hún villist ekki,
að kappkosta það, að sá boðskapur, sem hún flytur i orði
og anda og verki, sé guðsríkisboðskapur Jesú Krists i
upphaflegri mynd sinni. Það er lærdómsríkt fyrir hana,
að ásakanirnar mörgu gegn henni beinast ekki gegn
honum. Væri Kristur hér aftur á ferð í heiminum um
borgirnar og sveitirnar, þá myndu þeir einkum þyrpast
að honum eins og forðum, sem erfiðast ættu og bágast,
smælingjarnir og olnbogabörnin. Um alla jörð þyrstir
verkamannalireyfinguna leynt eða Ijóst eftir komu hans,
eins og land vort nú eftir regninu. Hann boðaði fátækum
fagnaðarerindi, syrgjendum, þeim sem hungraði og
þyrsti eftir réttlætinu. Hann kendi á þvi máli, sem móð-
irin talar við barnið sitt, um föðurkærleika Guðs til
allra manna, sem krefðist þess, að þeir elskuðu hverir
aðra eins og systkin, svo að ríki hans kæmi; og þeir