Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 33
Prestaféiagsritið. Kirkjan og verkam.hreyfingin.
27
liefðu allir jafnan rétt fyrir honum, og jafnvel umkomu-
minsti smælinginn væri meira virði en allur heimur-
inn hið ytra. Þennan hoðskap, sem er svo einfaldur,
að hvert barn skilur hann, en þó svo djúpur, að enginn
andi getur hugsað hann út, verður kirkjan að flytja
með meiri þrótti, meiri alvöru, meiri samkvæmni, meiri
kærleika. Þá mun það engum dyljast, að hún flytur
í raun og veru gleðiboðskap. Að sama skapi verður
hún að leggja minni áherzlu á trúfræðikenningar og
trúarlærdóma. Það stoðar nú lítt að boða slíkt. Jesús
gerði það ekki. ÖIlu, sem verður meir til þess að skyggja
á mynd hans en skýra hana fyrir oss, þarf að svifta
frá. En það hafa flóknar trúfræðikenningar iðulega gjört
°g gjöra enn. Með þeim gefur kirkjan oft steina fyrir
brauð, innantóm orð fyrir líf. Og sumar þeirra fara í
gagnstæða átt við andann i fagnaðarerindi Krists. Jafn-
framt þarf kirkjan að hverfa meir og meir frá deilunum,
sem hefjast út af trúarlærdómunum. Þær geta að sönnu
verið eðlilegar og átt rétt á sér, en langoftast er það ekki.
Þær eru fremur um hýði en kjarna, og jafnvel um hé-
góma hjá framtíðarhlutverkinu mikla, sem bíður kirkj-
unnar á öllum sviðum. Þær stafa af því, að innra hf
hennar er ekki nógu djúpt og lieitt, þvi að þá myndi
það leita þess, sem er svo miklu hetra. Ekkert vekur
jafnmikinn efa og vantraust á kirkjunni og sundrung
hennar og deilur. Og ekkert eyðir meir þrótti hennar
sjálfrar. Loks nú á þessum síðustu tímum er alda ris-
in, sem stefnir að einingu og berst frá einni kirkjudeild
til annarar: „Allir eiga þeir að vera eitt“. Guð gefi, að sú
alda sé einnig hingað komin með krafti. Þrótti kirkjunnar
þarf að beina frá deilunum til meiri starfa, starfa að sama
marki, sem hoðskapur liennar miðar að: að guðsríki komi.
Boðun kristindómsins í verki verður álirifaríkust. Það
er áreiðanlega hún, sem nú mun geta bezt náð til þjóð-
ar vorrar, og af sumum verður ekkert annað tekið gilt.
Jesús boð.aði einnig guðsríkið með þeim hætti. Hann