Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 36
30
Sigurður P. Sivertsen:
PrestafélagsritiO.
þar sem fulltrúar allra þeirra kikjufélaga, er störfuðu
á sama grundvelli og þjóðkirkja Englands, kæmu saman
til þess að ráðgast um heill kirkjunnar.
Þessum tillögum frá Kanada var í fyrstu tekið
nokkuð misjafnlega, en erkibiskup Longley, er þá sat
á erkibiskupsstóli Kantaraborgar, kom hugmyndinni í
framkvæmd og bauð öllum biskupum, er fylgdu meg-
inreglum þjóðkirkju Englands, viðsvegar um álfur, að
koma til fundar í Lambeth-höll til þess að ræða þar
kirkjunnar mál.
Þessi fyrsti Lambeth-fundur var haldinn árið 1867
og kom á hann rúmur helmingur biskupanna, sem
boðnir voru, 76 biskupar (af 144) alls.
Þótt ýmsir erfiðleikar reyndust á fundarhöldum
þessum, voru forgöngumennirnir þó ekki í nokkurum
vafa um, að rétt væri að halda þeim áfram. Hafa þeir
siðan verið haldnir nálega tíunda hvert ár, sá síðasti
sumarið 1930.
Þátttakan var minst í fyrstu. Þó komu þegar á fyrsta
fundinn fulltrúar frá flestum löndum brezka ríkisins,
og einnig frá öðrum löndum enskumælandi manna. En
þátttakan óx fljótt, og á 5. fundinum var tala biskupa
þeirra, er fundinn sóttu, þrefölduð, enda hafði tala
biskupa innan þessarar kirkjudeildar þá meir en tvö-
faldast. En sjöunda fundinn 1930 sóttu 308 (af nál.
400 biskupum alls).
Álit manna á Lambeth-fundunum hefir farið vaxandi
með liverjum nýjum fundi, enda fundarmálin merkileg,
þar sem annars vegar hefir verið rætt þar um samein-
ing kirknanna, en hins vegar um lausn þjóðfélags-
vandamála nútímans á lcristilegum grundvelli.
Eftirvæntingin var því mikil, er Lambeth-fundurinn
1930 hófst. Því að menn eru farnir að leggja ákaflega
mikið upp úr þessum ráðstefnum, ekki aðeins i ensku-
mælandi heimi, heldur viðsvegar um kristin lönd.