Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 38
32
Sigurður P. Sivertsen:
PrestaíélagsritiÖ.
aðar tillögur þær, sem samþyktar voru í hverju máli
fyrir sig, og loks greinargjörð nefndanna í þeim málum,
er liverri þeirra var falið. Eru það ýtarlegar og merki-
legar ritgjörðir, þar sem með lærdómi og víðsýni er
bent á vandamál nútímalífsins i þessum efnum og lýst
viðhorfi fundarins til lausnar vandamálanna og skýrt
frá meginreglum þeim, er þar eigi að ráða.
Eins og gefur að skilja, yrði það of langt mál, ef
skýra ætti hér frá því, hvernig fundarmenn litu á öll
þessi margbreyttu viðfangsefni. Út i það verður þvi
ekki farið, en aðeins reynt að segja lítið eitt frá tveim-
ur af verkefnum fundarins: Kenningu. kristindómsins
um Guð — og um einingu kirkjunnar.
Ég sný mér þá fyrst að kjarnanum í því, sem fund-
urinn leggur áherzlu á um kenningu kristindómsins um
Guð.
Fyrst er á það hent, hve víðtæk áhrif guðshugmynd
manna liafi á alt hugsanalíf þeirra og afskifti af vanda-
málurn lífsins.
Nátengd guðshugmyndinni sé hugmynd sú, sem menn
gjöri sér um það, hvernig heimurinn sé orðinn til,
livernig honum sé stjórnað og að hvaða markmiði
hann stefni. Nátengd guðshugmynd manna sé einnig
guðsdýrkun þeirra, bænalíf þeirra i einrúmi og sam-
eiginleg tilbeiðsla þeirra, livort sem er með fáum eða
mörgum. Nátengd guðshugmynd manna sé ennfremur
aðstaða þeirra til vandamála lífsins og úrlausna þeirra:
livort þeir líta bjart á lífið eða með vonleysi, livort þeir
leita að hinu góða lijá mönnum og vilja efla það, hvort
þeir skoða sjálfa sig samverkamenn Guðs öðrum til
góðs, eða þeir álíta sér óviðkomandi alt nema líðun
sjálfra þeirra. — Guðshugmynd manna liafi yfirleitt
liin viðtækustu álirif á allan hugsanaferil manna og líf-
erni og sé þvi grundvöllur sá, er líf manna og þroski
byggist á.