Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 40
34
SigurSur P. Sivertsen:
Prestafélagsritió.
unni sé jafnfullkomið livar sem það komi fyrir í hin-
um lielgu ritum.
Afleiðingin af þessu sé sú, að guðshugmyndin rugl-
ist, þegar óþroskuðum hugmyndum, er Gyðingar höfðu
löngu fyrir Krists burð, sé gjört jafn hátt undir höfði
og opinberun Jesú Krists sjálfs. Á þann liátt búi í hug-
um sumra manna gagnstæðar og ósamrýmanlegar hug-
myndir um Guð, annars vegar þær, sem þeir hafi öðl-
ast frá Kristi og mótaðar séu af lunderni lians, en hins
vegar ógöfugri hugmyndir, er stafi frá tímum löngu
fyrir Krists hurð. ■— Þótt enginn kristinn maður vilji
neita orðum Jesú, þegar hann segir: „Sá sem liefir séð
mig, hefir séð föðurinn“, sé reyndin þó sú, að mörgum
hafi láðst að taka tillit til þess, að Jesús Kristur kom
til þess að fullkomna það, sem áður var til, en það er
eðli hins fullkomna að nema úr gildi það, sem ófull-
komnara er. Þeim láist líka að taka tillit til þess, að
Guð sé sífelt að starfa í mannlífinu fyrir áhrif anda
síns.
Þetta alt valdi ruglingi í hugum manna, sem sé mjög
hættulegur. Birtist það bæði í því, hvernig menn liugsi
um sköpun heims og stjórn Guðs á heiminum.
Biskuparnir segja, að nútímamaðurinn megi ekki
binda sig við bókstaflega lýsingu G.t. á því, hvernig
heimurinn liafi orðið til. Þar verði að taka tillit til upp-
götvana vísindanna um lögmál þau, er Guð starfi sam-
kvæmt. Þar sé um raunverulega opinberun að ræða,
er sé skýring á því, hvernig Guð starfi og það að settu
markmiði.
Einnig geta þeir um þann misskilning margra, að
Guð einn beri ábyrgð á öllu höli lífsins, sem ekki sé
beiniínis liægt að rekja til mannlegra afskifta. Þannig
sé um sjúkdóma og strið, slys og dauða um aldur fram.
Margir haldi, að Guð sendi alt slíkt til þess að hegna
mönnum og til þess að uppala þá. En skilning vanti
þessa menn á hinu, að þróunarlögmál Guðs sé hak