Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 43
Presiafélagsritið.
Lambeth-fundurinn 1930.
37
meðal kirknanna, en hverri kirkju ætlað að halda sín-
um séreinkennum i kenningu og helgisiðum.
Að síðustu er aðeins eftir að minnast á áhrif þessa
fundar á vora tíma.
Þess her þá að geta, að fundir þessir hafa ekki laga-
vald. Þar er aðeins um trúarlegt og siðferðilegt áhrifa-
vald að ræða.
Hve víðtækt það álirifavald er, verður ekki sagt með
neinni vissu. En eflaust ná áhrif fundarins til fjar-
lægra þjóða. Og er margt, sem stuðlar að því.
Má fyrst nefna víðsýni það, sem birtist í ályktunum
fundarins og greinargjörðum, víðsýni, sem er því eftir-
tektarverðara, þegar þess er gætt, hve margar stefnur
eru ríkjandi innan ensku þjóðkirkjunnar. Auðséð er,
að hér hafa verið samankomnir menn, er skilið hafa
hlutverk sitt og ábyrgð þá, er á þeim livildi, og hafa
litið meira á kjarna kristindómsins en umbúðir hans.
Annað, sem merkilegt er við fundinn er skilningur
fundarmanna á því, að Kristur sé kristindómurinn, alt
beri að miða við Krist og hafa hann að leiðtoga í öllu,
og reynt skuli af fremsta megni að ryðja öllu því úr vegi,
er skyggi á hann og fagnaðarerindi hans.
Hið þriðja, sem vekur eftirtekt, er áhugi biskupanna
á vandamálum nútímans og trú á úrlausn þeirra mála
á kristilegum grundvelli. —
Ástæðan til þess, að ég hefi viljað vekja athygli landa
minna á fundi þessum, er eingöngu sú, að ég er sann-
færður um, að boðskapur fundarmanna á einnig mikið
og gott erindi til vor, bæði til kirkju vorrar og þjóðar.