Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 44
Prestaíélagsritið.
ALDARAFMÆLI
sálmaskáldsins séra Stefáns Thorarensens.
Útvarpserindi flutt 10. júlí 1931.
Eftir Sigurð P. Síuertsen.
Séra Stefán Tliorarensen var fæddur að Stórólfshvoli
í Rangárvallasýslu 10. dag júlímánaðar 1831, og eru
því í dag liðin 100 ár frá fæðingu hans. Foreldrar hans
voru Sigurður prestur Gíslason, prófasts Tliorarensens,
og Guðrún Vigfúsdóttir, sýslumanns Thorarensens, syst-
ir Bjarna amtmanns, þjóðskáldsins. Voru þau hjónin
bræðrabörn. Lýsir Páll sagnfræðingur Melsteð séra
Sigurði svo, að hann hafi verið mesti atkvæðamaður í
veraldlegum efnum og sannnefndur sveitarhöfðingi,
liafi þótt góður kennimaður og hinn skörulegasti í öll-
um embættisverkum, verið læknir góður og orðið mörg-
um að liði. En um Guðrúnu, konu séra Sigurðar, segir
hann, að hún liafi verið góð kona, andrik og orðhög,
öllum góð og ekki mátt aumt sjá. Þeim lijónum varð
10 barna auðið, en aðeins 3 synir komust á legg: Vig-
fús sýslumaður í Strandasýslu (fl854), Gísli prestur
(t 1874), og séra Stefán.
Séra Stefán ólst upp lijá foreldrum sínum, fyrst á
Stórólfshvoli og síðan í Hraungerði, til fullra 12 ára aldurs,
en var þá settur til skólanáms. Varð hann stúdent 1853,
en lauk embættisprófi í guðfræði árið 1855. Vígðist