Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 48
Prestaféiagsritið. Aldarafm. St. Thorarensens.
41
langmestan þátt í útbúningi hennar, heldur hafði hann
einnig lagt til liennar sjálfur allmarga sálma, ýmist
frumsamda eða þýdda, og auk þess gjört meiri eða
minni breytingar á fjölda mörgum eldri sálmum. Þeg-
ar bók þessi kom út, mátti heita, að henni væri fremur
illa tekið. Lutu aðfinslurnar helzt að því, að endurskoð-
unin væri livorki heil né hálf. En á því átti séra Ste-
fán eigi sök, þar eð hann hafði mjög bundnar liendur
við endurskoðunina og auk þess var ýtt undir að flýta
lienni sem mest.
Þrátt fyrir þetta var sálmabók þessi frá 1871 víða
tekin up til notkunar í kirkjum og heimaliúsum, þvi
að þótt menn gætu ekki allskostar sætt sig við hana,
könnuðust þó flestir við, að hún hefði talsverða yfir-
burði yfir hina eldri sálmabók (frá 1801). Þó var nokk-
ur kurr með liana áfram, og sá Pétur biskup þá það
ráð vænst, að láta efna iil alveg nýrrar bókar, og til
þess kjöri hann sjö menn í nefnd 1878. Séra Stefán var
fyrir margra liluta sakir sjálfsagður i þessa nefnd,
enda var hann einn af hinum kjörnu. Hinir i nefnd-
inni voru, sem kunnugt er: Séra Helgi Hálfdánarson,
sem var formaður nefndarinnar, séra Björn Halldórs-
son í Laufási, séra Matthías Jocliumsson, séra Páll
Jónsson í Viðvík, Steingrímur Tliorsteinsson siðar rektor,
og séra Valdimar Briem. Vann séra Stefán ágætt starf
í nefnd þessari og lagði sinn mikla og góða skerf til
þess, að liin nýja sálmabók, sem enn er sálmabók vor,
varð merkisviðburður í kirkjunni, er hún kom fyrst út,
árið 1886.
í þessari sálmabók vorri eru alls 44 sálmar eftir séra
Stefán, 10 frumsamdir, en 34 þýddir.
Af frumsömdu sálmunum skal fyrst nefna lofgjörð-
arsálminn: „Mín sál, þinn söngur hljómi“ (nr. 30 í sb.).
Fyrsta versið er þannig:
„Mín sál, þinn söngur hljómi,
þinn söng lát stiga hátt