Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 50
Prestaféiagsritiö. Aldarafm. St. Thorarensens.
43
sálmana tvo, sem svo mörgum hafa orðið til huggun-
ar við jarðarför ástvina þeirra:
„Vertu hjá mér; halla tekur degi“ (sb. 443), og
„Ég lifi’ og ég veit, hve löng er mín bið“ (sb. 446).
Loks má ekki gleyma sálminum, er jafnan mun sung-
inn á allra heilagra messu:
„Sjá þann hinn mikla flokk sem fjöll“ (sb. 463) —
altarisgöngusálminum:
„Þín minnig, Jesú, mjög sæt er“ (sb. 580) —
og sálminum, sem sungin er við biskupsvígslu:
„Andinn Guðs lifanda’ af himnanna hæð
heimi’ er til blessunar kemur“ (sb. 594).
Mun flestum, sem skjm bera á sálmakveðskap, finn-
ast sálmar séra Stefáns yfirleitt heitir og hjartnæmir
og lýsa í senn bæði sterkri trú og viðkvæmri tilfinningu.
Þess er getið liér að framan, að séra Stefán var mað-
ur söngfróður og lét sér mjög ant um að bæta kirkju-
söngmn í sóknum sínum. Hann var mikill raddmaður
og hafði mikla sönglega hæfileika, og hefir liann sótt þá
i ættina ekki síður en skáldgáfuna, þvi að Thorarensens-
ættin hefir verið orðlögð söngmannaætt. En líklega hef-
ir hann skarað fram úr öllum ættmennum sínum að
þekkingu á sönglistinni, einkum í sálmasöng. í 1. og 2.
árg. „Kirkjublaðsins" (1891 og 1892) er ritgjörð eftir
hann um sálmasöng og sálmalög, sem er sýnishorn af
hinni fjölbreyttu þekkingu lians í þeim efnum. Þessi
söngþekking hans kom að góðu haldi í sálmabókar-
nefndinni, þar sem ræða var um samband milli sálma
og laga og í báðum sálmabókunum, bæði þeirri endur-
skoðuðu frá 1871 og þeirri nýju frá 1886, setti hann lag-
boða við alla sálmana. Var það bæði mikið verk og
vandasamt. Hann gaf einnig út, ásamt Birni kaupmanni
Kristjánssyni: „Nokkur fjórrödduð sálmalög" til við-
bótar og umbótar kirkjusöngsbókum Jónasar organista
Helgasonar. Er eitt þeirra laga eftir séra Stefán sjálf-
an, lagið: „Vertu hjá mér; lialla tekur degi“, sem er