Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 51
44
S. P. S.: Aldarafm. St. Thor. prestaféiagsrítið.
uppáhaldslag margra, og virðist bera vott um það, að
séra Stefán mundi einnig hafa getað orðið gott tón-
skáld, ef hann hefði haft tíma og tækifæri til að stunda
slíka list til hlítar.
Þegar Séra Stefán varð að hætta prestskap eftir 29
ára prestþjónustu á Kálfatjörn og fluttist til Reykja-
víkur með konu sinni, gaf einn af mentuðustu og mik-
ilhæfustu bændum í Kálfatjarnarprestakalli þeim lijón-
um þann vitnisburð, að flest sóknarbörn þeirra myndu
„ávalt minnast þeirra með söknuði, elsku, virðingu og
innilegu þakklæti fyrir dvöl þeirra og alt hið nytsama,
sem af þeim mátti læra, bæði utan og innan kirkju“.
Skáldið Steingrímur Thorsteinsson, vinur séra Stef-
áns og samverkamaður i sálmabókarnefndinni, lýsti
lionum við andlát hans í þessum erindum:
„Nú kirkjan sinn trúan kveður þjón
og kennara orðsins snjallan,
sem vakandi hugar- vel með -sjón
sinn vandaði starfsveg allan
og trúarhug sinn í ríkri reynd
bar réttan, en aldrei hallan.
Hann unni því fagra, og bliðan blæ
það breiddi’ í heimilis prýði,
en trúnni sú ást hans tengd var æ,
sem tjáð hefir sig fyrir lýði;
í ljóði, ræðu og lífsiðn hans
sér lýsti sá andinn þýði“.
En minningarorð þessi vil ég enda með þvi að vitna
i ummæli séra Valdimars Briems, þar sem hann leggur
dóm á æfistarf séra Stefáns. Eru þau ummæli í ritgjörð,
er séra Valdimar samdi um kveðskap séra Stefáns og
sálmastörf lians. Er ritgjörð sú óprentuð, en i minni eigu.
Ummælin eru þessi: „Þó að honum eigi auðnaðist að fást
við alt, sem hinn listgefni og starffúsi andi hans var
hneigður fyrir, varð æfistarf hans allþýðingarmikið, og
hin íslenzka kirkja mun jafnan telja hann meðal sinna
merkismanna".