Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 52
Prestafélagsritið.
FRÁ HÚSAFELLI OQ HÚSAFELLS-
PRESTUM.
Eftir Kristleif Þorsteinsson, bónda á Stóra-Kroppi.
Húsafell er efsti bær í Hálsasveit i Borgarfjarðarsýslu
og fjærst sjó allra bæja sýslunnar. Hraunsás er næsti
bær sunnanmegin Hvitár, en Kalmanstunga að norðan.
Eins klukkutíma ferð er til þessara bæja, hvers um
sig, frá Húsafelli. Gilsbakki í Hvítársíðu er eini bærinn,
sem sést frá Húsafelli. Ógreiður vegur og farartálmar
voru milli þeirra bæja, áður en brú kom á Barnafoss;
Kaldá, Húsafellsskógur, Hvítá og Halhnundarhraun
voru þar á hinum forna vegi. Árnar voru íslausar alla
vetur, hversu mikil sem frostin voru, og vöðin á þeim
oft ill yfirferðar. Hinar sömu ár voru líka nokkrir far-
artálmar milli Húsafells og Kalmanstungu, og eru það
ennþá, þótt byrjað hafi nú verið þar á að undirbúa brú
yfir Hvítá. Húsafell er þannig ekki einungis fjarri öllum
bæjum, heldur er það líka afkvíað af ám, giljum og
hraunum, svo örðugt getur verið að komast til næstu
bæja í vetrarflóðum og fannalögum. Þetta hefir kent
búendum Húsafells, að hfa að sínu, að vera sem minst
komnir upp á annara náðir.
Flestir gestir, sem að Húsafelli koma, dást mjög að
þeirri landlagsfegurð, sem þar brosir við, þegar jörð
er i blóma og heiður liiminn. Fegurst er útsýnið til norð-