Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 54
Prestaféiagsritið. Frá Húsafelli og Húsafellspr.
47
þessa miklu fjallafegurð sjást í gegnum orð og myndir.
Eru mörg af listaverkum hinna nafnkendu málara tek-
in frá ýmsum fegurstu stöðum í Húsafellslandi. Má þar
einkum tilnefna málverk Ásgríms Jónssonar. Þá hafa
skáldin liaft augu fyrir tign og fegurð Eiríksjökuls; vil
ég nefna til þess Borgfirðinginn Þorskabít í Vestur-
heimi. Hann kveður svo:
„Efst við heiðan himininn
herðabreiði 'jökullinn
gnæfir hátt með höfuð frítt,
hárið grátt og skeggið sítt,
hjálminn bratta breðastáls
ber sem hatt,
en sér um háls
hélugráan knýtir klút
klakabláum rembihnút“.
Ég hefi fundið ástæðu til þess að lýsa að nokkru leyti
landi þessarar nafnkendu jarðar, sem hefir um margar
aldir staðið ein og afsíðis og fjærri öllum bygðum ból-
um. Um vetrarmánuði eru gestir þar fátíðir, en alla tíð
hefir verið þar fjölfarið á sumrum. í gegnum endilangt
land jarðarinnar hggur sjálfgjörður reiðvegur, alt frá
Deildargili, sem’takmarkar það að utanverðu, til Geit-
ár, sem skilur Húsafellsland frá Geitlandi. í Geitlandi var
bygð á landnámsöld, og voru þar þá stórbændur. „Úlfur
son Gríms liins háleyska nam land milli Hvítár og
suðurjökla og bjó í Geitlandi. Hans son var Hrólfur
hinn auðgi“, segir Landnáma. í Geitlandi sjást greini-
leg merki eftir tvo bæi, bæði húsatóttir og túngarðar.
Sneinma á öldum liafa býli þau lagst í eyði. Eftir það
var Geitlandið eign Húsafellskirkju. Undir öllu Geit-
landi er afargamalt hraun, sem er þakið gróðri að
mestu, svo sem viði, fjalldrapa, eini, fjallagrösum
og fjölbreyttum mosategundum. Þar er kjarngott sum-
arland fyrir sauðfé, en engin heit fyrir stórgripi. Neð-
an við Geitlandið taka við stórir sandar, sem hafa