Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 55
48
Kristleifur Þorsteinsson:
Prestafélagsritið.
myndast fyrir framburð úr Geitá og fleiri jökulkvísl-
um. 1 fornöld hafa þar verið gróðursælar engjar, þar
sem nú sést ekki stingandi strá. Að öðrum kosti gat
ekki verið um búskap að tala í Geitlandi. Húsafells-
prestar leigðu nokkrum bændum upprekstrarland í
Geitlandi. Ekki gátu þeir notfært sér þaðan aðrar lands-
nytjar. Grasatekja var þar liverjum manni lieimil, án
endurgjalds.
Húsafell hefir ætíð verið talin erfið jörð og fólks-
frek. Kaupstaðaferðir langar, engjar ógrasgefnar og
fjárgeymsla óvenju mannfrek. Höfuðkostir jarðarinnar
eru víðáttumikið og kjarngott bcitiland. Var það lengi
talin stærsta tekjulind þar, sem málnytjupeningur gaf
af sér að sumarlagi.
Það sýnist nú á dögum næsta ótrúlegt, að á þessum
afskekla bæ, sem stendur á bygðarenda langt inn í fjalla-
dal, hafi staðið prestssetur í 639 ár, en svo hefir þetta
þó verið. Brandur Þórarinsson setti stað að Húsafelli
1170 og frá þeim tíma til 1809 var kirkjustaður og
prestssetur á Húsafelli.
í þessu prestakalli voru á síðari öldum aðeins tiu
bæir, en kirkjur voru þrjár: á Húsafelli, Kalmans-
tungu og Stóra-Ási. Kirkjujarðir voru Ivær, auk Húsa-
fells með Geitlandi, þær voru Hraunsás í Hálsasveit og
Haukagil í Hvitársiðu. Alla silungsveiði í Sesselju-
vik i Arnarvatni átti Húsafell. Arnarvatn er í Norðlend-
ingafjórðungi og er ellefu tíma lestaferð þangað frá
Húsafelli. Hefir veiðiréttur sá jafnan verið talinn til
lilunninda, þótt langt sé til sóknar og það upp á regin-
fjöll.
Þá átti Húsafell tveggja manna íför í Gilsbakkaveið-
um i Kjarrá. Var það laxveiði með ádrætti. Gils-
bakkaprestar réðu því jafnan, hvenær í veiðar var far-
ið. Skyldu þeir þá gefa Húsafellsprestum merki um
veiðiförina með því að breiða hvitan dúk á Hermund-
arhól, sem er yzt i Gilsbakkatúni og blasir vel við frá