Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 57
50
Kristleifur Þorsteinsson:
Prestafélagsritiö.
urgili, ,sem er fyrir ofan bæinn. Eru það elztu legstein-
ar, sem þekkjast nú af því efni. Er steinninn yfir séra
Grími ennþá Iieill og óskemdur og getur hann talist til
forngripa.
Séra Helgi Grímsson var fæddur 1622. Hann vígðist
1652 aðstoðarprestur föður sins. Kona séra Helga var
Guðriður Stefánsdóttir, prests á Nesi við Seltjörn, Hall-
kellssonar, systir séra Björns á Snæfoksstöðum (f 1717),
móðurföður Finns biskups.
Um manngildi og atgjörfi þessara feðga eru nú allar
sagnir gleymdar, nema ef eitthvað væri um þá skráð,
sem vel má vera þótt ég viti ekki um það. Það eitt verð-
ur nú lesið út úr æfiferli þeirra, að þeir liafa hundið
trygð við Húsafell og unað þar svo hag sínum, að þar
hafa þeir kosið að lifa og deyja. Þess er getið við for-
mála að Landnámu, að Ilelgi prestur hafi ritað af henni
eitt handrit með settletri. Bendir það í þá átt, að liann
hafi verið hneigður til fræðaiðkana. I sömu átt bendir
það, er hann fór ásamt Birni mági sínum, Stefánssyni,
að leita Þórisdals í Drangajökli.
Þau hjón séra Helgi og Guðríður átlu enga syni, en
nokkrar dætur þeirra komust til aldurs; hétu þær Eng-
ilráð, Kristin, Anna og Guðrún. Engilráð Helgadóttir
átti Þórð Þorbjarnarson á Lundi í Þverárhlíð. Áttu þau
tvær dætur, sem giftust vestur á land, en frá hinum
dætrum þeirra Iijóna eru ekki ættir komnar. Frá bræði'-
um séra Helga Grímssonar, Jóni bónda í Kalmanstungu,
Katli og Halli liálfbróður þeirra, eru engar ættir komnar.
Ilafa þeir feðgar, Grímur og Helgi, ekki orðið eins kyn-
sælir eins og sumir þeirra Húsafellspresta, sem hjer
verður síðar minst.
Séra Helgi Grímsson dó á Húsafelli 2. ágúst 1691, 69
ára að aldri. Guðríður Stefánsdóttir kona lians dó á
Laugarvatni hjá Högna Björnssyni, bróðursyni sínum,
1728, 89 ára gömul.
Séra Gnnnav Pálsson féklc Húsafell eftir lát séra