Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 58
Prestaféiagsritið. Fi’á Húsafelli og Húsafellspr.
51
Helga Grímssonar*). Hann var sonur séra Páls Gunnars-
sonar, eldra, prófasts á Gilsbakka. Hann var aðstoðar-
prestur föður síns á Gilsbakka eitt eða tvö ár, en fékk
veitingu fjrrir Húsafelli 1692. Tók liann við því brauði
ári síðar. En 1696 tók liann Stafholt eftir lát séra Páls
Gunnarssonar, yngra, föðurbróður síns. Hann er eini
presturinn, sem ekki bindur æfilanga trygð við Húsa-
fell á því timabili, sem hér ræðir um. Hans mun heldur
ekki Iiafa verið saknað af sóknarfólki Húsafells, því að
„hann þótti hvorki loflegur að lærdómi eða lifnaði“.
Halldór Árnason, Eiríkssonar prests Ketilssonar,
fæddur 1672, vígist að Húsafelli 1696. Kona hans var
Halldóra lllugadóttir, prests Jónssonar.
All bendir til þess, að séra Halldór hafi verið atliafna-
mikill búsýslumaður, ættrækinn og drenglyndur. Eftir
fárra ára búskap er hann búinn að koma fyrir sig stór-
búi, eftir því sem þá gjörðist. Þá hefir bann líka tekið
tvo bræður sína á barnsaldri til fósturs. Þrjá syni sina
kostar hann í skóla, sem allir verða síðan nafnkendir
embættismenn. Elztur sona séra Halldórs var Bjarni
sýslumaður á Þingeyrum, sem varð einn meðal nafn-
kendustu böfðingja 18. aldar hér á landi, en eins og geng-
ur ekki ætið lofaður af samtíð sinni. Annar sonur séra
Halldórs var Illugi prestur á Borg, og hinn þriðji Sigvaldi
prestur á Húsafelli. Séra Halldór hefir án efa verið kyn-
sælaslur allra Húsafellspresta. Til hans geta’f jölda margir
núlifandi merkismenn rakið ættir sínar. Hafa synir hans
allir verið mjög kynsælir. Albróðir séra Halldórs á Húsa-
felli var Þórarinn Árnason lögréttumaður, bóndi á Eyri
í Svínadal.
Séra Halldór dó á Húsafelli 1736 og hafði þá verið
þjónandi prestur þar 40 ár.
’) Séra Eirikur Vigfússon fékk að vísu veitingu fyrir brauð-
inu eftir lát séra Helga og hefir þjónað því í eitt ár, en tók
aldrei við staðnum á Húsafelli, og er honum þvi slepl hér.
Hann andaðist á Stóra-Ási sumarið 1692.
4*