Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 60
Prestaféiagsritið. Frá Húsafelli og Húsafellspr.
53
Snorri prestur Björnsson fékk veitingu fyrir Húsafelli
1757. Kom hann frá Stað í Aðalvik og var þá búinn að
vera þar þjónandi prestur í 16 ár.
Hann var fæddur í Höfn í Melasveit 1710. Þar bjuggu
þá foreldrar lians, Björn Þorsteinsson og Guðrún Þor-
bjarnardóttir. Frá uppvaxtarárum Snorra eru nú fáar
sagnir kunnar. Hann var snemma hrifinn af hetjum forn-
aldarinnar og frægðarverkum þeirra. Æfði hann því
ungur margar hinar sömu íþróttir, sem gjörðu fornhetj-
urnar frægar, svo sem skotfimi, sund, glimur, stökk og
handahlaup. Hann var líka hinn mesti hagleiksmaður
á allar smíðar og lagði snemma fyrir sig skipasmíðar. Fá-
ir Borgfirðingar voru syndir hér á 18. öld aðrir en þeir
Hafnarbræður Björnssynir. Hafnarskógur liggur inn með
Borgarfirði sunnanmegin. Þar voru þeir bræður oft að
viðarhöggi og kolagjörð á æskudögum. Á hlýjumogbjört-
um vormorgnum blasti fjörðurinn við þeim bjartur og
spegilsléttur. Stóðust þá hinir ungu menn ekki freisting-
una, köstuðu klæðum og lögðust til sunds í fjörðinn. Við
sundið dvaldist þeim stundum lengur en þeim þótti gegna
góðu hófi. Reyndu þeir þá að bæta fyrir hrot sín og
vinna upp tapið með því að hamast við skógarvinnuna,
þegar á land kom. Voru þá stundum stórhöggir og rifu
þá jafnvel hrísið upp með rótum. Frá þessu sagði Snorri
prestur Jakob sjmi sínum og hann Þorsteini syni sínum,
sem var faðir minn. Ég get þessa hér því til sönnunar, hve
lítinn kost unglingar áttu á þeim árum á því, að æfa
íþróttir í lofi foreldra og því síður vandalausra húshænda.
Alt snerist þá um það eina að knýja fram vinnuna með
látlausu ofurkappi. En hér sést líka hve óbilandi vilja-
þróttur getur megnað mikið, þar sem Snorri varð á
þennan hátt svo fær á sundi, að hann var tahnn syndur
sem selur. Bjargaði hann oftar en einu sinni mönnum
úr sjávarháska með sundkunnáttu sinni. Gísli Konráðsson
skrifaði mikið um séra Snorra, en flest er það með þjóð-
sagnablæ og öfgakent, enda hafa þær sagnir flestar farið