Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 63
56
Kristleifur Þorsteinsson:
Prestafélagsritiö.
blandaðar eddukenningum og dýrtkveðnum vísnabrög-
um. Segist hann liafa liangað þeim saman á einni viku,
þegar liann hafi ekki þolað að vinna úti fyrir kulda. Er
það næg sönnun þess, að hann hefir gengið að útiverk-
um þegar veður leyfðu. 1 Þorrabálki, sem er langt kvæði,
getur hann þess líka, að liann geti sjaldan sofið í rökkrum
og ráði þá oft af að raula sér bögu.
Af þessu má sjá, að Ijóðasmíðar hans hafa verið í hjá-
verkum, og það einkum á hans elliárum. Þegar hann var
á nítugasta ári, orti liann nokkra sálma, og þótt þeir
væru ekki lýtalausir að fegurð eða formi, hendir það á
mikla andlega lireysti. Á níræðasta ári var lionum livorki
farin að förla heyrn eða sýn að marki. Það ár segist Gísli
Konráðsson liafa komið að Húsafelli. Stóð Snorri prestur
þá úti að viðarhöggi. Spurði Gisli þá samfylgdarmann
sinn, livort þetta væri sá nafnkendi séra Snorri. Prestur
varð þá fyrri til svars, leit við Gísla og segir: „Ekki verð-
ur þú síður nafnkendur, drengur minn“. Þessi spádóm-
ur rættist. Ilefur Snorri prestur strax lesið skýrleiks-
merkin og fróðleiksþorstann út úr þessum dreng, sem þá
var aðeins fjórtán ára gamall.
Þegar séra Snorri var 79 ára gamall, var Björn sonur
hans prestvígður honum til aðstoðar 1789. Hefir hann,
sem hinir eldri Húsafellsprestar, sýnt Húsafelli þau miklu
ræktarmerki, að láta þennan son sinn læra til prests, svo
hann gæti haldið þar áfram eftir sinn dag. Séra Björn
misti heilsuna eftir eins árs prestsþjónustu og varð að
láta af embætti. Dó 27. des. 1797.
Kona séra Björns Snorrasonar var Rannveig Gríms-
dóttir. Þau áttu tvö börn, Snorra, er hér verður síðar getið,
og Elísabet, sem varð kona Magnúsar Jónssonar frá
Deildartungu, Þorvaldssonar.
Séra Jún Grímsson, siðast prestur á Húsafelli, var son-
ur Gríms Ásgrímssonar í Göthúsum í Reykjavík og Vig-
dísar Sigurðardóttur. Fæddur 4. sept. 1772. Prestvígður