Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 64
Prestaféiagsritið. Frá Húsafelli og Húsafellspr.
57
að Húsafelli 25. maí 1797. Kvæntist 22. júní s. á. Helgu
Lýðsdóttur, sýslumanns Guðmundssonar.
Þeir séra Snorri og séra Jón Grímsson lifðu saman á
Húsafelli í sex ár og fór vel á með þeim. Ekki lagði séra
Snorri prestverkin að öllu leyti niður með komu séra
Jóns að Húsafelli. Messaði hann þar heima fram á 90 ára
aldur. Það sagði mér móðir mín, eftir föður sínum Jóni
í Deildartungu, að vorið 1800 hefði liann fengið að ríða
til Húsafellskirkju. Var hann þá lítill drenghnokki. Þá
messaði séra Snorri. Varð Jóni þessi ferð mjög eftir-
minnileg. Hafði liann mikið langað til þess að sjá þenn-
an öldung, sem svo margvíslegar sögur bárust af. Varð
ræða Snorra prests fastari í huga hans heldur en annað,
sem hann heyrði til presta á þeim árum. Snerist hún um
afturhvarf og iðrun og var snjöll og vel flutt. Var þetta
vers úr Passíusálmum Hallgrims Péturssonar inntak ræð-
unnar:
„Lætur hann lögmál byrst lemja og hræða,
eftir þaS fer hann fyrst aS friða’ og græSa“.
Virtist Jóni þessum háaldraða manni farast messugjörð-
in prýðis vel. En ekki fanst lionum minna til um það, þegar
þessi gamli prestur fór eftir messu að spjalla við hann
sem jafningja sinn og með hlýju vinarbrosi og gamanyrð-
um bað liann að segja sér fréttir neðan úr bygðinni. Þótti
Jóni það einhver eftirminnilegasta ferð, er hann reið að
Húsafelli og hlýddi á þessa messugjörð og liafði þar eftir
setið á tali við séra Snorra og þegið hjá honum veitingar.
Eftir 90 ára aldur fór séra Snorra að daprast sýn og
hnigna heilsa. Lézt liann á Húsafelli 15. júlí 1803 níutíu og
liriggja ára gamall. Var hann jarðaður þar á bak við
kirkju. Hafði liann, eins og séra Jón Grímsson orðaði það,
borið prestsembættið með elsku og æru árin sextíu, og tvö
betur. Jakob Snorrason smíðaði vandaðan stein á leiði
föður síns. Séra Jón Grímsson samdi og lofsamlega graf-
skrift, þar sem hann lýsir séra Snorra eftir eigin kynn-
ingu. Telur liann „frægan af kenningu, mælsku og mann-