Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 65
58
Kristleifur Þorsteinsson:
Prestafélagsritið.
dáð. Glaðlyndan, skemtinn og hugljúfa hvers er þektu.
Flestum lærðari í föðurlandsmálum og norrænnar tungu
fdrnum l'ræðum“. Margt fleira telur hann honum til
frægðar, og er það ljós vottur um einlæga vináttu, sem
hefir verið þeirra á milli.
Séra Jón Grímsson hafði verið hinn liðlegasli maður
og hagorður vel. En hann sýktist af holdsveiki á unga
aldri og dó úr þeirri veiki 37 ára gamall 1809. Helga
Lýðsdótlir kona hans dó á Húsafelli 1813, 46 ára gömul.
Séra Jón var síðasti prestur á Húsafelli.
Þau hjón séra Jón Grímsson og Helga kona hans átlu
eina dóttur, Margréti að nafni. IJún giftist Jóni Sæmunds-
syni i Narfakoti í Njarðvikum. Ættir voru frá þeirn
konmar þar syðra.
Eftir lát séra Jóns flutti Jakob Snorrason að Húsa-
felli. Hafði hann þá áður búið bæði á Búrfelli í Hálsa-
sveit og Stóra-Kroppi í Reykholtsdal. Jakob unni mikið
bæði jörð og kirkju á Húsafelli. Þar hafði hann lifað
sín bernsku- og æskuár. Þar liafði faðir hans bæði fermt
hann og löngu síðar gift hann þar fulltíða mann. Jakob
vildi halda við bæði kirkju og grafreit, þótt prestssetrið
væri lagt niður. Þá ósk fékk hann ekki uppfylta. Ivirkj-
an var seld til rifs 1811. Sá sem fyrst lagði hönd að því
að rifa kirkjuna var Snorri Björnsson, sonarsonur séra
Snorra. Var hann þá hjá Rannveigu móður sinni á
Breiðabólstöðum í Reykholtsdal. Það er sagt, að Snorri
þessi hefði farið lítilsvirðingarorðum um kirkjuna og
ekki þótt kofi sá of góður til þess að jafnast við jörðu.
Jakob sárnaði þessi léttúð bróðursonar síns og taldi
liana ógæfumerki. Þessi sami Snorri gekk í Bessastaða-
skóla. Þar greip hann sturlun, svo hann réði sér bana i
snöru þar í lofti skólahússins. — Var þá strax farið að
setja þessi hörmulegu æfilok hans í samband við þá
léttúð og lítilsvirðingu, sem hann hafði um þetla gamla
guðshús, sem hinu eldra fólki gramdist svo mikið, að
væri lagt að velli. Vildu sumir ætla, að liann hefði verið