Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 66
Prestaféiagsriiið. Frá Húsafelli og Húsafellspr.
59
heillum horfinn fyrir álög einhverra þeirra, sem voru
því mótfallnastir, að kirkjan væri rifin. Þótti þá helzt
tilgetandi, að þar hefðu komist að áhrif frá orðum Jak-
ohs. Slíkar getsakir og fjarstæður voru elcki fálíðar á
þeim dögum. Ekki er inér kunnugt um það, að hugsýki
hal'i annarstaðar komið fram í eftirkomendum séra
Snorra á Húsafelli.
Þrír synir séra Snorra urðu fulltíðamenn: Jakob, Björn
og Einar. Frá þeim öllum eru ættir komnar. Fjórar dæt-
ur lians urðu fullorðnar: Kristín, IJelga, Guðrún og Guð-
ný. Tvær þær fyr töldu giftust, en engar ættir eru frá
þeim komnar.
Fjöldi fólks er kominn frá séra Snorra á Húsafelli.
Margt er það greint í góðu lagi, en ekkert hefir verið
meðal þess af þjóðskörungum eða öðrum afburðamönn-
um að gáfnafari. Listbneigð og hagleiki voru lengi sterk
ættareinkenni, sem nú gætir minna, eftir því sem fjær
dregur. Löngun til ljóðagerðar liefir lika verið ættar-
fylgja, þótt hvergi megi það teljast lil annars en hag-
mælsku, þar sem bezl liefir gengið. Flestir þessir ætt-
menn hafa líka verið dulir á slíku og því ekki gjört sig
mjög seka í því sem kallast leirburður.
Nú er ekki annað til minja á Húsafelli um séra Snorra,
en leiði lians í kirkjugarðinum og hinar miklu grjótkví-
ar, sem han hlóð þar fyrir ofan túnið úr óvenju miklu
stórgrýti. Á norðurvegg kvíanna er höggvið nafn hans.
Þessar kvíar hafa nú staðið óhreifðar í 170 ár og eru
nákvæmlega með sömu ummerkjum, eins og þær voru
frá fyrstu hendi. Þar við kvíarnar liggur aflraunasteinn-
inn, sem séra Snorri lét gesti sína reyna við og Iiar hann
þann stein í kringum kvíarnar og var hann þó af léttasta
skeiði, er hann kom að Ilúsafelli. Þessi steinn nefnist
Kvíahella. Vegur hún 360 pund.
Það sem er sameiginlegt flestum þessum Húsafells-
prestum er trygðin við þetta brauð. Sú trygð sýnist
byggjast að mestu leyti á þessari óviðjafnanlegu lands-