Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 67
60
Kristleifur Þorsteinsson:
Prestafélagsritiö.
lagsfegurð, og á því ekkert skylt við það, sem kallað er
matarást eða auraelska. Prestarnir una þarna í afdalnum
alla æfi og kjósa þar svo legstað að lífinu enduðu.
Ekki efast ég um, að margir merkir prestar hafi ver-
ið á Húsafelli fyr á öldum, en um þá kann ég ekkert að
segja, þó má geta þess, að séra Jón Þorsteinsson var
vígður að Húsafelli 1598. Var liann þar í þrjú ár. Hann
varð nafnkendari flestum prestum 17. aldar fyrir þau
hörmulegu æfilok, sem hann hrepti af hinum grimmu
Tyrkjum, sem myrtu hann í Vestmannaeyjum 1627.
Kirkjugarðurinn á Húsafelli var allur lilaðinn úr torfi,
og stóð kirkjan í lionum miðjum. Allur féll hann í rúst,
eftir það að kirkjan var rifin. Alt fyrir það hvíldi helgin
yfir þeim stað í augum hinna eldri manna, sem áttu
þar feður og mæður, vini og vandamenn grafna. En með
tímanum fyrntist yfir alt slíkt, nema i hugum þeirra
barna séra Snorra Jakobs og Guðnýjar var helgi kirkju-
garðsins óafmáanleg. Jakob kaus sér legstað við lilið
föður síns. Hann dó 1839. Var hann jarðaður á þeim
stað eftir ósk hans. Þorsteinn sonur hans, faðir minn,
smíðaði legstein yfir hann. Séra Jón lærði á Möðrufelli
samdi grafskrift á þann stein, þar á meðal þetta vers:
„Sofðu nú rór i svölu skauti
signaðrar móður litla stund.
Eftir afliSnar æfiþrautir,
unir þin sál í fögrum lund.
Dómklukkan þegar drottins slær,
dauSinn þér aftur skilaS fær“.
„Þannig setti virkta vini Jón pr. Jónsson Eyfirðingur“,
Nokkrum árum eftir lát Jakobs Snorrasonar dó Krist-
ín kona hans á Húsafelli. Þessir látnu elskendur, séra
Snorri, Jakoh Snorrason og kona lians Iíristín Guð-
mundsdóttir, hvíla lilið við hhð, bakvið hina fornu kirkju-
tótt.
Guðný Snorradóttir dó á Sturlureykjum 1852. Eftir
ósk liennar var hún jörðuð á Húsafelli. Kirkjuklukka
var flutt frá Stóra-Ási við allar þær jarðarfarir, sem fóru