Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 68
Prestaféiagsritið. Frá Húsafelli og Húsafellspr. 61
fram á Húsafelli eftir það að kirkjan var lögð þar nið-
ur. Annars var ekki krafist af lilutaðeigandi sóknar-
prestum.
Nú liða svo áttatíu ár, að ekkert gjörist sögulegt á
þessum fornhelga stað, þar sem margir merkir menn
hvíldu undir gömlum og grónum leiðum. Þar voru
nokkrir legsteinar, sem báru nöfn merkismanna, en elzt-
ur og merkilegastur er steinninn yfir séra Grími Jóns-
syni frá 1654.
Þegar Þorsteinn Magnússon, hóndi á Húsafelli frá
1875—1906, var búinn að jafna allar þúfur við jörðu,
sem þar voru í túninu, langaði hann til þess að gjöra
kirkjugarðinum sömu skil og breyta lionum í fagra flöt.
Þorsteinn var framsýnn og atliafnamikill fjáraflamaður,
en gaf sig lítið við því að horfa um öxl til hinna fornu
feðra. Þótti honum meiri arður og bæjarprýði að gras-
gefinni flöt, lieldur en garðrúst með gömlum leiðum.
Kona Þorsteins Magnússonar var Ástriður Þorsteinsdótt-
ir, systir mín. Hún liktist feðrum sínum í því, að vera
nokkuð forn í skapi. Batt hún trygð við alt það, sem í
hennar augum var gott og gamalt. Meðal þess var kirkju-
garðurinn á Húsafelli. Krafðist hún þess, að innan veggja
hans skyldi hvert leiði vera friðheilagt um aldur og æfi.
Þorsteinn kunni að meta ættartrygð og skörungsskap
konu sinnar og sneri ræktunarstarfi sínu á aðra staði
þar umhverfis. Eftir lát Þorsteins Magnússonar gjörði sá
er þetta ritar erfiljóð um liann. Meðal annars var þar
minst á jarðabótastarf hans og friðhelgun kirkjugarðs-
ins í þessu erindi:
„Hefir ’ann nú á Húsafelli
heiðarlegan reist sér varða;
breytt er urð í blómavelli,
björgin færð í mikla garða.
Þá er ei heldur þúfu að finna
þar, nema leiðin feðra minna“.
Nú hefst hin nýja og merkilega saga um þennan kirkju-
garð. Maður nefnist Jakob Guðmundsson frá Kolstöð-