Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 69
02
Kristleifur Þorsteinsson:
Prestafélagsritið.
um í Hvítársíðu f. 1873. MóÖurmóðir hans var Halldóra
Jakobsdóttir, Snorrasonar á Húsafelli. Jakob þessi hefir
verið ógiftur alla æfi og síSastliðin 38 ár starfandi maS-
ur á Húsafelli. Hann liefir bundiS mikla trygS við ætt-
menn sína þar og umhverfi þessarar fögru jarðar. Vetur-
inn 1928—29 dreymir hann séra Snorra. Segist prestur
vera kominn til þess að hiðja hann einnar bónar, sem
honum ríði á, að hann neiti ekki. Jakob spyr hvers hann
vilji beiðast. „Ég vil biðja þig að afstýra því, að klaufdýr-
in troði um leiði mitt“. Þessi draumur endurtók sig þrisv-
ar sinnum sama veturinn. í siðasta sinni bætti prestur
því við, að nú ætlaði hann ekki að nefna þetta oftar.
Þessir draumar urðu svo áleitnir í huga Jakobs, að hann
gat ekki látið þá sem vind um eyrun þjóta. Iiann ræðst
þá í það að kaupa bæði sement og traust vírnet, og með
því reisir liann vandaða girðingu á hinum fornu kirkju-
garðsveggjum. Yfir sáluhliSið var steyptur steinbogi og
járngrind í sáluhliði. Fyrir verkinu stóð Einar Kristleifs-
son, bóndi á Signýjarstöðum í Hálsasveit, en að því unnu
með honum Jakob og Þorsteinn bóndi á Húsafelli.
Nú var hin forna helgi kirkjugarðsins endurvakin 20.
sept. haustiö 1930. Þann dag var Ingibjörg Kristleifs-
dóttir kona Þorsteins Þorsteinssonar, bónda á Húsafelli,
jarðsungin þar í kirkjugarðinum. Það var á björtum og
blíðum sólskinsdegi. Var sem alt hið dásamlega og fagra
umliverfi fengi á sig helgiblæ og yrði sem ein há og
heilög kirkja. Bar það upp á sama tíma, að kona þessi
hné í blóma lífsins fyrir lielkulda dauðans, og jarðar-
blómin voru að byrja að drúpa höfði fyrir hinum fyrstu
hausts- og hélunóttum. Þessi kona hafði þroskast á Húsa-
felli við sólarskin, hamingju og heilsu, líkt og vorblómin
við skin hinnar vermandi sumarsólar. Þar fórnaði hún
kröftum sínum í þarfir ástvina sinna og allra þeirra,
sem þar leituðu skjóls um lengri eða skemri tíma. Eins
og sumarblómin fölnaði hún við þær rætur, sem lnin var