Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 72
Prestafélagsritið.
K. A.: Gildi samúðar.
6á
fögrum eða ófögrum, á hluti þá, sem vér metum og dæm-
um — mennina umhverfis oss, jafnvel tilveruna alla.
Einkum eru þar veður tvenn; annað nefnist samúð, —
hitt andúð.
Mig langar að fara nokkrum orðum um samúðina.
Hún er það góðviðri liugans, sem veldur því löngum,
ef vér verðum fegurðar varir. Hún er það sólskin í sál-
um vorum, sem gjörir lifið fagurt og bjart.
Ég geng þess ekki dulinn, að þessi staðhæfing mæti
mótbárum. Margur mun segja: Þetta er ekki skýrt rétt
frá eðli samúðar. Samúð og andúð eiga upptök sín í
þeim hlutum sjálfum, sem vér skynjum og reynum.
Sumir hlutir eru í eðli sínu þannig, að þeir vekja and-
úð. Aðrir eru þess eðlis, að þeir vekja samúð; vér get-
um ekki ráðið því, hvort heldur vaknar, samúðin eða
andúðin, við að reyna eitt eða annað og kynnast því.
Það á sjálft sök á því. Þetta er ofur algengur hugs-
unarháttur. Það er þér, en ekki mér að kenna, ef ég
hefi andúð á þér. Það er þér að þakka, ekki mér, ef ég
lít þig samúðaraugum. Þetta virðist mörgum vera alt hið
sannasta um samúð og andúð. En ég vil halda þvi fram,
að þetta sé röng skoðun, og einmitt ein af þeim röngu
skoðunum, sem miklu böli valda í mannlegu lífi.
Samúð er ekki í fyrstu vakin af eðli þess, sem vér skynj-
um og reynum, heldur af oss sjálfum. Hún er ávöxtur
ákveðins samræmis í sálum vorum. Lyndiseinkunnir vor-
ar, hugsunarháttur vor, innri líðan vor veldur því, livort
vér eigum meira af henni eða minna. Vér getum sjálfir
ýmist verið samúðarinnar eða andúðarinnar menn sam-
kvæmt því. Með örlítilli atbugun getum vér sannfærst um,
að svo er. Allir munu kannast við, hve vænt oss getur
þótt um hitt og þetta, þegar oss er létt í skapi og líður
vel, sem vér getum tæpast þolað, þegar líðan vor er slæm.
Sá hlutur, sem þannig hefir verið oss ýmist geðfeldur eða
ógeðfeldur, hefir ekkert breyzt. Breytingiu fer fram í oss
5