Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 74
Prestafélagsritiö.
Gildi samúðar.
07
fyrir mér útsýni út um glugga á verönd með rúðum af
margskonar litum. Ég hefi furðað mig á, hve litblærinn
einn virtist geta gjörbreytt því. Það var eins og alt ann-
að útsýni út um rauðu rúðuna en þá grænu, og enn ann-
að út um þá bláu o. s. frv.
Sá liugsunarháttur, sem vér temjum oss, er eins og
þessar rúður. Vér getum með honum ráðið því, hvaða
litir úr umhverfinu ná til vor, og hverjir verða eftir ó-
skynjaðir. Vaninn ræður mestu um hugsunarháttinn. Vér
eigum þvi sjálfir sök á, ef vér erum andúðarmenn, en
hins vegar er oss vel kleift að verða samúðarmenn, ef vér
temjum oss það.
En hvað er unnið við að geta þetla?
Ef vér gjörum ráð fyrir, að samúð og andúð sjái livor
um sig sannar hliðar á veruleikanum, ef andúð er gleggri
á lýtin og lestina, en samúð á prýðina og kostina, eiga
þær þá ekki báðar jafnan rétt á sér? Báðum sést líka
yfir. — Þannig líta sumir menn á. Ég hefi heyrt mann,
sem leit flesta hluti andúðarauga, halda þvi fram, að
hann væri þakklátur fyrir að vera svona gjörður. Hann
var hreykinn af þvi og fanst mikið til um skarpskygni
sina. „Einmitt af því, að ég hefi opin augu fjTÍr lýtum
hluta og ókostum, veit ég, í hverju þeim er áfátt, og veit,
livað helzt þarf að gjöra til þess að bæta þá“, sagði liann,
þegar ég hreyfði nokkrum mótbárum gegn skoðunum
hans. Hann trúði á andúðina.
Mun liann hafa rétt íyrir sér? Munu samúð og andúð
geta borið að sama brunni? Ég held því fram, að svo
sé ekki. Ég held því fram, að með hugsunarliætti and-
úðar líði oss sjálfum miklu ver en vera myndi, ef vér
bærum samúðina í brjósti, og séum auk þess ver til
þess fallnir að láta nokkuð gott af oss leiða.
Það er að vísu rétt, að með augum andúðar séum vér
skarpskygnari á það, sem áfátt er, en bitt er eins vist, að
með hugsunarhætti andúðar erum vér ekki eins fundvís-
ir á j)ær leiðir, sem liggja til bóta.
5*