Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 75
68
Knútur Arngrímsson:
Prestafélagsritió.
Andúðarmenn, sem lakast á hendur að vera umbóta-
menn, eru jafnan auðþektir á starfsaðferðum sínum.
Þeim er jafnan meira í mun að vega gegn öllu því, sem
hindrar þá, en liitt, að glæða og vernda það, sem þeir
eru að berjast fyrir. Þeir eru jafnan fúsari til að rífa
niður, en að hyggja upp — ötulli að plægja og herfa
en við að sá og vökva.
Ég hefi séð landspildu, sem maður nokkur liafði ætl-
að sér að rækta. Hann hafði plægt hana rækilega. En
frá því voru liðin allmörg ár. Þarna lét hann staðar num-
ið. Spildan var eins og liraun óslétt yfir að lita, en var
nú hálfgróin upp, miklu ljótari en ólireyfð og engu nær
því að vera ræktað land nú en áður en plægt var. Slík
eru jafnan verk andúðarmanna. Þá skortir ekki afl til
að ryðja ýmsu úr vegi, sem hamlar eða hindrar, en þeg-
ar að því kemur að gjöra hugsjónir að veruleika og fram-
kvæma áform, skortir þá þann næmleik og lilýleik, sem
ekki verður komist af án, þegar á að móta eitthvað eða
endurskapa.
Ekkert verður hyggt upp, ræktað eða prýtt, nema með
samúð. Jafnvel samúðin með köldum steinunum er fyrsta
skilyrðið til þess að geta hlaðið vegg. Andúðin rústar
steininn. Samúðin veltir honum fyrir sér, þangað til hún
finnur hagfelda fleti og leggur hann síðan í vegginn.
Trúin á andúðina er næsta útbreidd á vorum dögum.
Á flestum sviðum hafa opnast augu manna fyrir þörf
margskonar umbóta. Samúð vor á mikið af leit að nýjum
leiðum og aðferðum. Ætti það að vera öllum mikið gleði-
efni. En hinu er örðugt að neita, að raddirnar, sem boða
niðurrif eru miklu fleiri en hinar, sem taJa um það, hvern-
ig heri að hyggja upp. Færri virðast gjöra sér ljóst, hvað
við muni taka, þegar búið er að ryðja því úr vegi, sem
talið er hindrun. Andúðarríkir niðurrifsmenn fá hezta á-
lieyrn nú sem stendur. Menn eru ákafir að hlýða á mál
þeirra. Menn lesa með spenningi og aðdáun rit þeirra, og