Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 76
Prestafélagsritið.
Gildi samúðar.
69
eru fljótir að læra orðtök þeirra og hafa þau eftir i tíma
og ótíma, Trúin á andúðina er sumstaðar svo sterk, að
ekkert hjálpræði þykir í neinu, sem leitað er með hóg-
værð og gætni, það eitt fær byr, sem boðað er með hróp-
um og háreysti — og vonzku.
Ég hefi heyrt mann, sem lætur mikið að sér kveða um
þessar mundir, segja þessa setningu: „Það er sama, hvort
unnið er af liatri eða kærleika. Hvorttveggja ber að sama
brunni. Hvorttveggja veitir kraft til umhóta“. Slíkar setn-
ingar geta fengið hárin til að rísa á höfði manns, er þær
eru krufðar til mergjar. Þarna er trúin á andúðina í al-
gleymingi. Þarna er trúarjátning niðurrifsmannsins, sem
hefir tamið sér að líta flest andúðaraugum, finnur þess-
vegna að hann á meira í sál sinni af hatri en kærleika,
þegar á lierðir, og afsakar sig með því, að hatrið gjöri
sama gagn.
Með hatri má takast að ryðja hindrunum úr vegi, en
þegar því er lokið og hið eiginlega umbótaslarf tekur
við, kemur sá óþægilegi veruleikur í ljós fyrir manninn,
sem á hatrið trúir, að hann á ekkert í eigu sinni, sem til
þess þarf að nota. Hatur getur aldrei bygt upp.
Þegar þetta er athugað, dylst það ekki, að trúin á and-
úðina er mikið mein. Leitin, óróinn og umbótaþráin,
sem nútiminn má hrósa sér af, á í eðli sínu ekkert skylt
við andúð. En þessir eiginleikar kynslóðar vorrar liafa
lent á villigötum, þar sem andúðin er. Leitandi menn
eru á engan hátt skyldugir til að vera andúðarríkir, held-
ur er andúðin ein af hættunum, sem þeir þurfa að var-
ast. í þá hættu hafa margir góðir lcraftar i samtíð vorri
fallið, og meðan trúin á andúðina fær að ríkja, draga
þeir aðra með sér þangað unnvörpum.
Einmitt nú ríður á, að sem flestir skilji, hver liætta
stafar af andúðarhugsunarhættinum. Vér þurfum að læra
að líta á hann sem sjúkdóm, sem vér þurfum að verjast
og brynja oss gegn, næman, smitandi sjúkdóm, sem ekki