Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 77
70
Knútur Arngrímsson:
PrcslaféIaKsriliO>.
má draga að leita lækningar við, þegar vér verðum hans
vai'ir.
Væri nú svo, að engin vörn eða meðöl væru vænleg til
árangurs gegn þessum sjúkdóm, væru öll orð um þetta
efni óþörf. En ég er þeirra skoðunar, að meðalið og vörn-
in gegn andúðinni séu miklu auðfundnari og nærtekn-
ari en meðöl og vörn gcgn flestu öðru. Vér eigum það í
oss sjálfum hver og einn.
Reynum nú að gjöra oss þetta Ijóst í sambandi við það,
sem sagt er hér að framan um eðli samúðar og andúðar.
Ég lield því fram, að venjan ráði mestu um, hvort rík-
ari verður i hugsunarhætti manna samúðin eða andúðin.
Einhver hneigð til hvorstveggja mun öllum meðfædd. Og
einmilt þessvegna er hægt að tala um í fullri alvöru, að
hægt sé að leggja misjafnlega mikla rækt við þá hneigð,
sem samúð sprettur af. Vörnin gegn andúðinni er þá í
því íolgin að leggja rika rækt við þessa hneigð, leggja
ríka rækt við að glæða og efla þann hugsunarhátt, sem
á samúð er bygður. En með liverju móti er það hægl?
Eru nokkrar öruggar leiðir til þess? Þannig mun spurt.
Og í raun og veru er svarið við þeim spurningum sann-
ast og réttast, að til þess séu margar leiðir. Til eru
menn, sem eru svo bjartsýnir á hið góða í fari mannanna,
sem þeir umgangast, að þeir treysta því ætíð, að lækna
megi andúðarhugsunarliátt þeirra með því að láta þá
finna nógu ríka samúð, þeim mönnum virðist oft verða
að trú sinni. Eins eru mörg dæmi þess, að menn liafi
sjálffr getað tamið svo sinn eigin hugsunarhátt, að í stað
þess að hneigjasl til andúðar, liafa þeir orðið samúðar-
ríkir menn. Það liefir tekist með því móti að einsetja sér
nógu ákveðið, að líta engan hlut svo augum, að reyna
ekki i lengstu lög að liugsa um hann einhverja hlýja
hugsun, reyna að finna einhverja kosti, eitthvað, sem
prýði væri að eða gagn, eitthvað, sem gjörir hann geð-
feldan. Dásamlegt er, hve sumum mönnum hefir tekist
þetta. Sú sjálfstamning, sem til þess þarf að beita, mun