Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 78
Prestafélagsritiö.
Gildi samúðar.
71
torveld í fyrstu, en því lengur, sem henni er beitt, því
léttari er liún, og árangur tekur að sjást. Andúðarfullur
hugur er oftast vansæll. Samúðarhugur er aftur á móti
sæll og glaður. Þeir sem temja sér samúðarhug komast
því fljótt að því, að það er viðleitni, sem „borgar sig“.
Innri líðan þeirra batnar. Það er ekki eingöngu meðvit-
undin um að gjöra hið rétta, sem því veldur, lieldur einn-
ig meðvitundin um auðgun hins innra manns. Samúð trú-
ir á möguleik mannanna til góðs, og hún knýr ætíð fram
hið góða. Hún leitar að björtustu hliðum livers og eins og
finnur þær ætíð. Hún ávarpar liið góða og fær ætíð svar-
ið frá því. -—
Að baki allri leit og öllum umhrotum hverrar aldar
býr sú þrá — mismunandi vakandi og ljós — að sjá
rætast í lífinu það, sem menn hafa hugsað sér fegurst og
bezt. Hjá andúðarríkum mönnum brýst þessi þrá út í þvi,
að rífa niður alt, sem ríkir og viðgengst. Og þeim sést
að jafnaði yfir margt og margt ágætt og æskilegt, sem
þegar er til. Hjá samúðarríkum mönnum birtist þessi
þrá í því að vekja og glæða hið góða og fagra, sem þeg-
ar er til. Frækorn hins nýja, sem vér þráum, eru nú þegar
falin í hinu gamla, sem vér lifum—er sannfæring samúð-
arríkra manna á sérhverri öld. Starf þeirra er því ætíð
uppbyggingarstarf. Með alúð laða þeir fram liin góðu öfl,
livar sem þau eru falin. Með hlýleik og nærgætni fá þeir
þau til að vaxa. Þeir sjá hugsjónir sínar rætast, án þess
nokkru hafi verið bylt eða umturnað með andúð.
Þannig er starfsaðferð samúðar. Með þessari aðferð liafa
verið unnir varanlegustu sigrarnir i mannheimi.
En nú mun spurt á þessa leið: Er ekki þessi samúðar-
kenníng hættuleg? Er hún ekki svæfilyf, sem kyrstöðu-
elskir menn liafa fundið upp til þess að deyfa alla óá-
nægju og umbótalöngun? Það er hin venjulega mótbára
andúðarmanna. En mig langar að lokum að gjöra við þá
mótbáru örlitla atliugasemd.
Ég lióf þelta mál með því að segja frá firði, sem ég