Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 86
78
Æfiágrip Hálfdánar Guðjónss. Prestaféiagsritið.
séra Magnúsar Helgasonar, núverandi kennaraskóla-
stjóra. Hann var þá ungur stúdent við kenslustörf í
föðurgarði. Á þessum fyrstu námsárum mínum utan
heimilis míns tel ég mig eiga honum mest að þakka
vandalausra manna. Áhrif lians voru svo mikil og góð.
16 ára gamall settist ég í fyrsta bekk latínuskóla
Reykjavíkur liaustið 1879. Eftir 4 ára nám sagði ég mig
úr skóla haustið 1883. Þá var faðir minn nýdáinn. Vildi
ég því liraða námi mínu og lauk stúdentsprófi næsta
vor. Gekk síðan í prestaskólann haustið 1884.
Allan námstíma minn, einkum eftir lát föður míns,
átti ég ástúðlegasta athvarf lijá föðurhróður mínum,
Helga lector Hálfdánarsyni og konu hans, frú Þórhildi
Tómasdóttur.
Á námsárum mínum við prestaskólann hárust hingað
til lands, einkum með orðum og ritum íslenzkra náms-
manna við háskólann i Kaupmannahöfn, stríðir og æst-
ir straumar trúarefa, efnishyggju og hreyttra siðferðis-
skoðunar. Kom margt slíkt mjög í hága við þær trúar-
og lífsskoðanir og siðgæðishugmyndir, sem ég átti frá
æskudögunum. Þá voru það álirifin frá Helga lector,
frá lærdómi lians, trúarhita og siðgæðisskoðunum, sem
veitu mér, og — ég liygg, að mér sé óliætt að segja —
mörgum eða flestum lærisveinum hans mestan og bezt-
an andlegan þrótt og stuðning. Alt fram á þennan dag
hafa þau áhrif veitt mér varúð og leiðbeining gegn
liverskonar losæði i trúarmálum og siðferði.
Sumarið 1886 lauk ég embættisprófi við prestaskól-
ann. Að fengnu aldursleyfi vígðist ég þá þegar prestur
til Goðdala-prestakalls í Skagafjarðar-prófastsdæmi.
Tókum við þá 10 kandidatar prestsvígslu sama daginn
12. september 1886.
Með allmiklum áhyggjum tókst ég prestsstarfið á hend-
ur á ungum aldri, lijá söfnuðum, sem voru mér alveg
ókunnir. En ég gekk að starfinu með fullu trausti á
hjálp og náð Guðs.