Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 87
Prestaféiagsritíð. Æfiágrip Hálfdánar Guðjónss. 79
Næsta vor átti ég því láni að fagna, að við systkinin
öll, móðir okkar og móðuramma [Guðrún Þorvalds-
dóttir próf. Böðvarssonar] fluttum saman að Goðdölum.
Þeim mæðgum báðum urðum við á bak að sjá í dauð-
anum á næstu árum.
í Goðdölum dvaldi ég til vorsins 1894. Þá fluttist ég
að Breiðabólstað í Vesturliópi. Hafði ég verið kosinn
þar prestur og fengið veitingu fyrir prestakallinu sum-
arið áður.
Fyrstu prestsþjónustuárin mín 8, í Goðdalapresta-
kalli, urðu mér ógleymanlega mikils virði vegna fram-
úrskarandi góðvildar safnaðarmanna. Studdi það mig
yfir erfiðleika fyrstu prestsþjónustuáranna og veitti
mér starfsgleði i sambúð og samvinnu við góða menn.
2 til 3 síðustu árin í Goðdölum átti ég við allmikla
vanbeilsu að búa. En fyrir Guðs náð veittist mér svo
ágæt læknishjálp, að ég lilaut svo fullkomna lieilsu-
bót, að ekki getur heitið, að ég bafi síðan kent neinnar
vanheilsu.
Hinn 25. október 1897 gekk ég í bjúskap. Kona mín
var Herdís Pétursdóttir, bónda Pálmasonar frá Álfgeirs-
völlum, fædd 4. desember 1872. Hún andaðist 25. janú-
ar síðastliðinn. Síðari hluta æfinnar átti bún við mikla
og þungbæra vanheilsu að stríða, og sárar raunir af
barnamissi, þar sem úr fyrstu æsku komust aðeins tvö
af 5 börnum, er okkur fæddust. Annað þeirra, tvítug
dóttir, Sigríður andaðist fyrir 6 árum. Aðeins yngsta
barn okkar, Helgi, 16 ára gamall, lifir móður sína.
Framúrskarandi trúarþrelc konu minnar og stilling
studdu hana svo í þrautum og raunum lífsins, að hún
átti jafnan örugga og vonglaða guðsbarnalund til dauð-
ans, Með því létti hún einnig mér byrðar lífsins og
skilnað okkar við dauða liennar og skildi mér eftir
ljúfustu samfundavonir fyrir æfikvöld mitt.
Vorið 1914 flutti ég frá Breiðabólstað í Vesturbópi til
Sauðárkróks. Hafði ég þá um vorið fengið veitingu