Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 92
Prestaféiagsritiö. Æfiágrip Sig. P. Sívertsens.
83
með þeirri einlægu ósk, að Guð vildi styrkja mig til að
verða nýtur þjónn i kirkju hans.
Féll mér margt ágætlega vel hjá þessum fyrstu söfn-
uðum mínum og hugsaði ég með ánægju til að starfa þar
áfram. En ýmsar orsakir urðu þess valdandi, að ég sótti
um Hofsprestakall í Vopnafirði. Hlaut ég þar kosningu
og fékk veitingu fyrir þvi embætti. Fluttist ég þangað
austur í júlímánuði 1899, ásamt konu minni, Þórdísi
Helgadóttur Hálfdánarsonar, er ég hafði gengið að eiga
27. júní s. á.
í Vopnafirði opnaðist mér víðtækt starfsvið og ánægju-
legt, eða réttara sagt okkur hjónum báðum, því að í
konu minni hafði ég ekki aðeins eignast hinn ágætasta
lífsförunaut, heldur einnig hinn mikilhæfasta samverka-
mann í köllunarstarfi minu. Undum við hið bezta hag
okkar, þótt í fjarlægð værum við venzlafólk okkar, og
eignuðumst fjölda nýrra vina, er báru okkur á höndum
sér og reyndust okkur beztu samverlcamenn. Fanst mér
prestsskaparhugsjónir mínar vera að rætast æ betur ár
frá ári og björt og starfsöm framtíð blasa við. En ég
naut minnar mikilhæfu og ágætu konu ekki lengur en
rúm 4 ár, er dauðinn tók hana frá mér á bezta aldrei 28.
júli 1903. Það var sárasta sorg æfi minnar og mesti missir
minn. En hún skildi mér eftir sem inntak lífsreynslu
sinnar játninguna: Guð er kærleikur. — Og ég lét ekki
bugast, en leitaðist við að halda i sama horfinu, þótt að-
stæður væru nú breyttar. — Frá prestskaparárum mín-
um öllum á ég margar bjartar og góðar minningar, um
heilagar stundir, ánægjulega starfsdaga og góða sambúð
við söfnuði mina í gleði og sorg, á góðu dögunum sem
hinum erfiðu. Tengdist ég söfnuðum mínum sterkum
böndum og saknaði því margs og margra manna, þegar
ég haustið 1911 afréð að flytja alfarinn til Reykjavikur,
þar sem mér bauðst kennarastaða í guðfræði við hinn
nýstofnaða Háskóla vorn.
Háskólakennarastörfin hefi ég rækt síðan, nú alls í
e*