Prestafélagsritið - 01.01.1931, Qupperneq 93
84
Æfiágrip SÍg. P. Sívertsens. PrestafélagsritiO.
20 ár. Þar hefir mér gefist kostur á að vinna áfram að
þeim málum, sem mér eru liugstæðust, þótt á nokkuð
annan hátt sé en í prestskapnum. Hefi ég notið margra
ánægjustunda við kensluna og í félagsskap lærisveina
minna, og i samvinnu við þá eftir að þeir voru orðnir
prestar. Þá hefir samvinnan við samkennara mina verið
mér ljúf og ánægjuleg. Einnig hefir mér verið hugljúft
starf að vinna að samningu bóka þeirra og ritgjörða,
sem birzt hafa frá minni hendi. Þar á meðal hefi ég haft
margvíslega ánægju af útgáfu „Prestafélagsritsins“, en
ritstjóri þess hefi ég verið frá byrjun, nú í alls 12 ár. Enn-
fremur hefi ég haft ánægju af öðrum störfum minum
fyrir „Prestafélag íslands“, en í stjórn þess hefi ég verið
frá stofnun þess, en formaður þess frá því haustið 1924.
Hefir mér i þeim félagsskap gefist kostur á margvíslegri
samvinnu við presta landsins, frekar en annars hefði
getað orðið. —
Þegar ég nú lít yfir líf mitt í heild sinni, get ég að vísu
ekki neitað því, að ég hefi kynst mörgum skuggahliðum
lífsins, ekki síður en hinum björtu. Ekki get ég heldur
neitað því, að oft hafa mér miklast erfiðleikar lífsins,
böl og synd, einkum böl það, er menn hafa bakað hverir
öðrum með skilningsleysi og kærleiksleysi. Sízt má ég
heldur dyljast þess, að oft hafa lagst á mig áhyggjur,
bæði út af vanlieilsu, er ég hefi lengi átt við að striða,
og þá ekki síður um hag kirkju vorrar og þjóðar. Þyngsta
raunin hefir mér þó verið sú, að finna til ósamræmisins
milli hugsjóna minna og veruleikans, milli þess, er ég
vildi vera og þráði að koma i framkvæmd, og þess, er mér
auðnaðist að vera og koma til leiðar. Mig liefir einnig
oft átakanlega brostið starfsþrótt til þess að vinna margt
það, er ég þráði að vinna, og til að talca þátt í mörgu,
sem ég hefði viljað hlynna að.
En þótt þessu verði ekki neitað, hefir þó inst inni 1
huga mér ávalt verið einhver birta, þrátt fyrir öll von-
brigði í starfi minu og einkalífi. Og ekki er ég í neinum