Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 94
Prestaféiagsritið. Æfiágrip Sig. P. Sivertsens.
85
vafa um, hvaðan hún stafi. Hún stafar hvorki eingöngu
né aðallega frá upplagi mínu, þvi að frá barnæsku hefi ég
verið mjög næmur fyrir öllu erfiðu og andstæðu. Hún
stafar ekki heldur frá lífskjörum mínum eða af kynnum
mínum af lífinu. Nei, mér dylst ekki, að þessa birtu í
sálu minni verður að rekja til kristnu trúarinnar, til
trausts þess á Guði, er móðir mín og aðrir trúaðir menn
gróðursettu hjá mér í æsku, og sem síðan fékk sína beztu
næringu frá fagnaðarerindi Jesú Krists, eins og það birt-
ist mér í prédikun hans og kærleiksfórn, og í guðstrausti,
lífi og starfi trúrra lærisveina hans. — Þótt þetta guðs-
traust mitt hafi verið miklu minna en ég þráði, hefir
það þó borið mig yfir erfiðleika og sorgir lífsins og gefið
mér þrek, sem mig annars hefði skort — eða, með öðr-
um orðum, verið hinn góði engill lífs míns.
Fyrir þetta er ég Guði innilega þakklátur, og einnig
fyrir það, að ég hefi fengið að vinna að áhugamálum
mínum mestan hluta æfinnar og verja veikum kröftum í
þjónustu þeirra hugsjóna, sem ég elska. Og það er heit-
asta ósk mín og von, að ég megi á einhvern hátt vera
samverkamaður Guðs til einhvers gagns, meðan lífið end-
ist, og ávalt bjartsýnn á sigur hins góða.
Með þakklæti og vonargleði i huga get ég því á þess-
um liátíðisdegi í lífi minu litið jafnt til fortiðar og fram-
tíðar og gjört þessi orð ritningarinnar að játningu minni:
„Guð er lcærleikur, og sá, sem er stöðugur i kærleikan-
um, er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í lionum“ (1.
Jóh. 4, 16).