Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 98
Prestafélagsritið.
Prédikun.
89
gefið um, að við fjallið sé hægt að segja: „Lyftist þú
upp og steypist þú í hafið!“ — með öðrum orðum, að
mögulegt sé að yfirvinna hina ótrúlegustu erfiðleika, að
það, sem óframkvæmanlegt virðist með öllu, geti orð-
ið að veruleika, ef menn aðeins uppfylli skilyrði þau,
er til þess þurfi.
Og hver eru svo skilyrðin? Þau felast í áminningu
frelsara vort til lærisveina sinna, um að trúa á Guð, og
treysta á hjálp hans, án þess að efast. Þeir eiga að trúa
svo fastlega á sigur hins góða, að þeir geti beðið Guð um
framgang þess með þeirri sannfæringu, að þeir hafi
þegar lilotið bænheyrslu. Eða með orðum Jesú sjálfs:
„Hvers sem þér biðjið og beiðist, þá trúið að þér haf-
ið öðlast það, og þér munuð fá það“.
Samkvæmt þessu er það trúin á Guð og hið góða, sem
mestu varðar. Því að það að trúa á Guð er í dýpstu
merkingu að trúa á liið góða. „Guð er hið góða og fagra“,
sagði Ágústínus kirkjufaðir forðum. Og hann þreyttist
aldrei á að halda því að mönnum, að Guð sé eigi aðeins
góður, lieldur hið góða, sem vera eigi takmark og við-
fangsefni vilja mannsins. — Þetta er í fullu samræmi við
þá staðhæfingu Páls postula, að vitji Guðs sé hið góða,
fagra og fullkomna (Róm. 12, 2.). Og samkvæmt því
má segja, að hugsjón guðsríkisins, sem Jesús boðaði
lærisveinum sínum, sé hugsjón hins góða, fagra og full-
komna, ríkið, þar sem hinn góði ræður og hið góða
sigrar hið illa og ófullkomna.
En hvernig á slíkt ríki að koma til vor, ef menn trúa
ekki á hann, sem einn er góður, og á sigur hins góða í
heimi þeim, sem hann hefir látið verða til?
Er ekki trúin og traustið á möguleika þess, sem að
er stefnt, ávalt öflugasta lyftistöngin til þess, að það geti
orðið að veruleika? Svo hefir það verið i verklegum efn-
um. Hví skyldi það ekki vera eins, þegar um andleg mál
er að ræða?
I ræðu, sem einn af þeim mönnum, sem talinn er með