Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 100
Prestafélagsritið.
Prédikun.
91
fela honum málefni sín með öruggu trausti til þess, að
hann styðji hvert barn sitt í því, sem gott er, til hvers
þess verks, sem samkvæmt sé góðum og fullkomnum
vilja hans.
Þetta verða menn að athuga vel. Jesús segir ekki, að
Guð heyri allar bænir manna. Nei, hann segir, að fyrst
sé að sannfærast um, að það, sem um er beðið, sé sam-
kvæmt vilja Guðs, sé í sannleika gott málefni, Guðs mál-
efni. Þá megi hinn biðjandi maður örugt treysta á hjálp
Guðs og aðstoð.
Það er þetta mikilsverða lífslögmál, sem reynsla ald-
anna hefir margfaldlega staðfest.
Sá, sem sagði hin bjartsýnu orð textans, staðfesti þau
með öllu lífi sínu. Hann vitum vér hafa mest átt guðs-
trausíið og mest bjartsýnið á hið góða í lifinu. Um hann
hefir verið sagt, að hann hafi æfinlega séð efni í heilagan
mann i liverjum einasta syndara. Enda göfgaði hann
mannlífið mest allra þeirra, er á jörðu hafa lifað, og
sigraði — þrátt fyrir dauða á krossi -— og reyndist oss
mönnunum því vegurinn, sannleikurinn og lifið.
Hið sama má segja um fyrstu lærisveina Jesú. Einn-
ig þeir staðfestu sannleika hins nefnda lífslögmáls, því
að þeir eignuðust mátt, sem fullkomnaðist í veikleika
þeirra, og liin örugga trú þeirra var siguraflið, sem sigr-
aði heiminn.
Hið sama er reynsla aldanna, sem síðar eru runnar.
Mikla trúin — á Guð og sigur hins góða — hefir ávalt
verið máttug til góðra verka. Það er sannreynd, sem
ekki verður á móti mælt, að ekkert hefir eins bætt mann-
lífið og aukið mönnunum mátt, eins og örugt guðstraust
og trú á sigur hárra og göfugra hugsjóna, er i samræmi
væri við vilja Guðs.
Ætli þeir séu ekki margir hér inni, sem kynst hafa
þessu lögmáli guðstraustsins, annað livort af eigin reynd,
eða af frásögn annara, eða af lestri hóka um mikilmenni
á sviði trúarinnar?