Prestafélagsritið - 01.01.1931, Qupperneq 101
92
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
Að mörgum slíkum mönnum hefi ég dáðst um æfi
mína, og óskað mér, að ég ætti trúarþrótt þeirra og kær-
leika. Oft liefir mér hitnað um hjartarætur við að lieyra
og lesa um menn, sem guðstraustið gjörði kraftmikla til
góðra verka, og voru öruggir og óhultir i lífi sínu
af því, að þeir gátu sagt af heilum huga: „Ég veit á
hvern ég trúi“. Gæti ég nefnt mörg nöfn í því sambandi,
en vil hér aðeins nefna einn mann, sem mér finst eitt
merkilegasta dæmi þess frá siðari tímum, hvernig þeim
farnast í lífinu, sem í öllu hegða sér bókstaflega eftir fyr-
irheiti frelsarans i orðum texta míns.
Þessi maður er barnavinurinn mikli Georg Miiller í
Bristol á Englandi.
Hann fæddist árið 1805 og var þýskur að ætt og upp-
runa, en lifði mestan hluta æfi sinnar i Bristol og and-
aðist þar árið 1898 á 93. aldursári. Hann hafði fengið guð-
fræðimentun og var prestur lítinn tíma, en aðalstarf hans
var uppeldi munaðarlausra barna, sem hann tók að sér
og sá um að öllu leyti. Sjálfur var hann alveg eignalaus,
og meginreglurnar, sem liann fór eftir, voru þær, að fá
aldrei neitt að láni hjá neinum og snúa sér aldrei til nokk-
urs manns um hjálp, heldur segja Guði einum frá þörf-
um barnanna og treysta svo örugt á hjálp hans. Hann
var sannfærður um, að hann væri að vinna Guðs verk,
og sagðist því geta verið alveg áhyggjulaus um afkom-
una. Og honum varð að trú sinni. Altaf fjölgaði börn-
unum, sem honum var trúað fyrir, og hvert barnahælið
var reist eftir annað. Alls telst svo til, að hann hafi tek-
ið að sér 10 þúsund munaðarlaus börn og alið þau upp
með þessu móti. Og ávalt fékk hann það, sem þörf var
á til starfsins. Og samverkamenn hans lærðu að treysta
Guði á sama hátt og hann, svo að aldrei varð neinn
skortur, þótt Georg Miiller færi að heiman og væri fjær-
veraudi lengri eða skemmri tíma.
Átakanlegt er að lesa um, hvernig lijálpin ávalt kom,
oft á síðustu stundu, án þess að til nokkurs væri leitað,