Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 102
Prestafélagsritið.
Prédikun.
93
nema til Guðs í trúarbæn. Mörg þúsund sinnum sagði
Georg Miiller, að það hefði komið fyrir, að matarbirgðir
hefðu þrotið og ekkert fé verið í sjóði til að kaupa mat
fyrir, en aldrei hefði Guð brugðist sér, þegar hann lagði
alt fram fyrir liann í bæn. Aldrei liefðu börnin farið svöng
í rúmið, eða skort það, sem nauðsynlegt var. Trúin á hjálp
Guðs varð aldrei til skammar.
Á gamalsaldri, frá 70—87 ára, ferðaðist Georg Muller
víðsvegar um heim, til þess að segja sem flestum frá
hinni dásamlegu trúarreynslu sinni, og leggja mönnum
ríkt á hjarta, að Guði væri óhætt að treysta, liann hefði
bæði kærleikann og máttinn.
Hér er elcki tækifæri til að segja meira frá æfi og
starfi þessa merkilega manns, eða frá öðrum mönnum á
undan lionum eða eftir, sem samskonar trúarreynslu
höfðu eignast. En það er innilegasta sannfæring mín, að
ekkert sé oss nú mikilsverðara en að verða sterkir í
trúnni eins og slikir Guðs menn voru.
Margt annað er að vísu nauðsynlegt fyrir hvern þann,
er vill hafa áhrif til góðs, og ekki sízt fyrir þann,
er forgöngu vill hafa á andlega sviðinu. — Góðar gáf-
ur eru mikilsverðar, einnig þekking og mentun, góðar
starfsaðstæður, og þá ekki sízt áhuginn. En alt er þetta
þó lamað og kemur ekki að fullum notum, ef guðs-
traust vantar. Guðstraustið eykur áhugann, lætur hæfi-
leika og aðstæður njóta sín, og gefur þá festu og ör-
yggi, sem mestu varðar. Af guðstraustinu leiðir tilfinn-
ing fyrir samræmi við stjórnanda tilverunnar, tilfinn-
ing fyrir því, að vera samverkamaður Guðs, tilfinning
fyrir því að vinna fyrir málefni hans. Alt þetta veitir
styrkleika, þó er hér ekki talið það, sem mest er um vert,
en það er krafturinn frá hæðum, hjálp Guðs og hand-
leiðsia á hinn dásamlegasta og fyrir oss dularfylsta liátt.
Ef einhver spyr um, hvernig menn geti öðlast þessa
sterku trú, verðum vér að fara til reynslunnar og fá
þar svarið.