Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 103
94
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö.
Hugsum til fyrstu lærisveina Jesú. Ekki áttu þeir
sterka trú, þegar þeir kyntust Jesú, og oft var það
honum sorgarefni, hve trúarlitlir þeir voru. Sjálfir fundu
postularnir einnig til þess, hve trú þeirra var veik, þess-
vegna báðu þeir drottin: „Auk oss trú?“
Vér vitum að sú bæn þeirra var heyrð. Af Jesú lærðu
þeir að treysta Guði og trúa á sigur hins góða, og urðu
að lokum trúarlietjurnar miklu, er fengu kraft, þrek og
þor í baráttunni fyrir hinu góða.
Sömu leiðina hafa allir þeir kristnir menn orðið að
fara, sem mest guðstraustið liafa síðan öðlast. Sú leið
hlýtur einnig að vera fær fyrir oss. Vér verðum að fara
til Krists, lofa ljósi lians að skína inn i sálir vorar, drekka
i oss anda hans, anda guðstrausts og bjartsýns kær-
leika, og vér munum þá verða varir kraftarins frá hæð-
um, finna til nálægðar Krists með lærisveinum hans nú
sem fyrri. Þá mun kirkju vorri farnast vel, og hún verða
áhrifarík til allra góðra framkvæmda. Þá mun kraftur,
öryggi og festa færast inn í þjóðlíf vort, og hið góða
sigra á öllum sviðum. Framtíðin verður þá björt, og góð
lausn vandamála vorra mun þá fást í náinni framtið. —
Reynum þá, vinir, að festa oss í huga hinn bjartsýna
fagnaðarboðskap texta vors. Munum, að þar er um lífs-
lögmál að ræða, sem mest er um vert í lífi voru, að tek-
ið sé tillit til. Verum bjartsýn á náð Guðs, á hjálp hans
og aðstoð. Felum uppsprettu gæskunnar, heilagleikans og
máttarins öll áhugamál vor og vandamál, með þeirri sann-
færingu, að frá honum, fyrir hann og til hans séu all-
ir hlutir. Berjumst undir merki Jesú Krists, með trausti
til æðri hjálpar, með öruggri trú á það, að fyrir kraft frá
hæðum muni hvert gott málefni að lokum sigra.
„Hjálpa oss, herra! | Hjálpa þú! |
Opna vor augu! | Auk oss trú! |
Vér biðjum: ó, brautina greið oss
að bjartari, fegurri degi!
Frá eilífð til eilifðar leið oss
á andans og sannleikans vegi“. Amen.