Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 106
96
Ásmundur Guðmundsson:
PrestafélagsritiO.
skína í hjörtu vor, til þess að birtu legði af þekkingu vorri
á dýi'ð Guðs, eins og hún kom í ljós í ásjónu Jesú Krists“.
En þótt Páll hafi sérstaklega í huga þessa sýn sína og
ef til vill aðrar síðar henni likar, þá talaði hann ekki um
sig einan. „Vér“, segir hann. Svo var einnig um alla
kristna menn. Þeir höfðu komið auga á dýrð Krists.
Ljós hans hafði skinið í hjörtu þeirra og hélt áfram að
skína. Við það tóku þeir að likjast honum. „Allir vér,
sem með óhjúpuðu andliti sjáum endurskinið af dýrð
Drottins, ummyndumst til liinnar sömu myndar“. Og
af þeirri líkingu leggur svo á aðra birtuna af þekking-
unni á dýrð Guðs. Þessi háleitu orð eru sigild lýsing á
því fyrir allar aldir, hvað það sé að vera kristinn maður,
og hvernig slikir menn greiði kristninni veg. Ljósið frá
Kristi skin þeim í hjörtu, og er þeir líkjast honum, bera
þeir öðrum birtuna. Þannig hlýðnast þeir boði hans í
Fjallræðunni að vera ljós heimsins.
Einn þessara manna, sem Guð hefir sent með þeim
hætti til að lýsa landinu kalda, var séra Kjartan Helga-
son. Ég hygg, að honum verði ekki réttar lýst en með
þessum fáu orðum: Hann var kristinn maður, kristinn
maður í þeirri djúpu og sönnu merkingu, að Kristslík-
ingin kom í ljós, kristinn maður, sem skildi það, að eim.
og Jesús sýndi okkur föðurinn, þannig eiga lærisveinar
hans að leitast við að sýna hann í lífi sínu. Mér finst
jafnvel nú, er ég horfi til baka, að hann hafi verið læri-
sveinninn elskaði í þeim flokki. Svo bjartar eru minn-
ingarnar, sem ég á um hann frá hinni fyrstu, er liann
lék sér með okkur bróðurbörnum sínum og laðaði þann-
ig að sér, að okkur þótti hann siðan yngstur í anda allra
manna — og til hinnar hinztu, er liann andaðist á
páskadagsmorguninn eins og sá, er aldrei deyr. Svo
margt var það i fari hans, sem ég er viss um, að Kristur
hefir elskað. Og svo trúr var hann kallinu: Fylg þú mér.
Mér hefir verið sagt, að þegar hann var lítið barn,
hafi það verið leikur hans að vera læknir, fara á milli