Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 107
Prestaféiagsritið. Kjartan Helgason prófastm.
97
fólksins og lækna. Þar sást þegar yísir þess, hvað i hon-
um bjó, þótt læknisstarf lians yrði síðar með öðrum
hætti. — Náttúran vakti honum snemma yndi, og þvi
meir, sem liann kyntist henni nánar og eltist og þrosk-
aðist. Hann hafði ríka samúð með öllu, sem lifði, og
var alstaðar næmur að finna, hvað amaði að, og fús til
að vinna þar bót, ef hann mátti. Hann vorkendi skepn-
unum, þegar þær áttu erfitt eða bágt, leit oft til fugl-
anna í loftinu og gaf gaum að liljunum á vellinum. Það
var mér minnisstæðast, hvernig hann gat kropið að litlu
blómi og dáðst að fegurð þess eða hreinleika eða hóg-
værð. Það er áreiðanlegt, að hann hefir ekki talið Saló-
mon í allri sinni dýrð betur búinn, og lireinleikann og
hógværðina elskaði hann, hvar sem hann fann þau.
Hvorttveggja endurspeglaðist i svip hans björtum og
heiðum. Hrifniliæfileiki barnsins eða skáldsins fylgdi
honum altaf. Löngun hans til að kenna og lækna þau
mein, sem dýpst eru og sárust, held ég að hafi ráðið
þvi, að hann valdi sér prestsstarfið að æfistarfi. Hann
hefir sagt frá hætlum, sem hafi steðjað að sér, liættum
á því, að liann yrði fyrir fult og alt fráhverfur kristin-
dóminum. En þá skein honum í hjarta ljósið frá Kristi.
Hann hefir sjálfur lýst þvi svo: „Ég er einn af þessum
litlu mönnum, sem langaði til að sjá Jesú, en átti erfitt
með það, af þvi að aðrir mér stærri menn skygðu á,
menn sem ég leit upp til með virðingu, og hafði engin
ráð til að komast svo hátt, að ég sæi yfir höfuð þeim.
Og þeir höfðu reist í kringum Jesú heila skjaldborg af
setningum og kenningum, sem ég botnaði ekkert í og
gat ekki séð í gegnum. En það, sem ég gat ekki, það
gjörði hann, Drottinn Jesús sjálfur, með sínum heita
kærleika og sínu sterka aðdráttarafli. Þó að ég sæi
hann ekki nema eins og í þoku og gegnum hjúp, þá sá
hann löngun mína. Og hann rauf mannhringinn, braut
niður skjaldborgina, kom á móti mér og bauð mér leið-
sögn sína. Það var hjálpin. Lof og þakkir séu þér,
7