Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 108
98
Ásmundur Guðmundsson: Prestafélagsritið
EXrottinn minn, fyrir þá ómetanlegu velgjörð“. Og það
hefir verið sú reynsla, sem hefir valdið því, að hann
vildi láta syngja yfir sér látnum versin, sem þið heyrð-
uð áðan:
„Nú héðan í burt í friði’ eg fer,
ó, faðir, að vilja þínum;
í hug er mér rótt og hjartað er
af harminum læknað sínum,
sem hézt þú mér, Drottinn, hægan blund
ég hlýt nú í dauða mínum.
Því veldur hinn sæli sonur þinn,
er sála mín heitast þráði;
þú sýndir mér hann, ó herra minn,
af hjarta þíns líknarráði,
í lifi og deyð mig huggar hann,
þá huggun eg bezta þáði“.
Hann átti erfiða aðstöðu þar, sem hann hóf fyrst
preststarf sitt — í Hvammsprestakalli. Þar hafði verið
prestslaust um hríð og kirkjusókn og kristniliald með
htlu iífi. En með komu hans tók að elda af nýjum degi
yfir Krosshólaborg. Það myndi vera holl hvatning og
styrkur prestunum ungu, er fara nú út um bygðir lands-
ins, að hafa fyrir augum dæmi hans þá, ef þeir kynnu
að hitta þar fyrir kalviði, er blómi skyldi. Enginn þarf
að vera vondapur, er kristninni vill vinna. Það er til ör-
ugt ráð til þess, að hún festi rætur, ef hugurinn er heill
að reyna að fylgja Kristi. Séra Kjartan plantaði tré
heima í Hvannni og friðaði litlu skógarplönturnar i lilíð-
inni hjá bænum. Ég skildi það ekki þá, þegar ég skoð-
aði drengur þær hríslur, livað á bak við lá. En nú finst
mér ég skilja það. Alt í kring, um alt prestakallið var
nýr skógur að vaxa upp. Presturinn ungi átti opna leið
að hverju barnshjarta. Þangað lagði birtuna af þekk-
ingu hans á dýrð Guðs, eins og hún kom í ljós í ásjónu
Jesú Krists. Hann kendi þeim ekki flókna trúfræði —
slíkur lærdómur var i hans augum ekki til annars en
að skyggja á Krist — heldur benti liann þeim á mynd hans,