Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 110
100
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
inn. Góðleikurinn streymir inn i sál lians og fyllir hann
„svimandi sælu“.“ —
Mörg síðustu árin var hann mjög hugfanginn af
tveimur stefnum i heiminum, sem hann hugði, að
myndu verða kristindóminum til mikillar eflingar.
Önnur var spiritisminn. Trú sjálfs hans á annað og
eilíft líf, hugsa ég að vísu, að hafi verið jafnsterk á
undan sem á eftir. En það var honum ósegjanlegt fagn-
aðarefni, að vísindin færðu rök og sannanir fyrir þvi,
sem kristnir menn hefðu jafnan trúað, og þannig opn-
aðist mörgum leiðin til meiri andlegs þroska og fylgd-
ar við Krist. Hin hreyfingin var kristin jafnaðarstefna.
Mun hann liafa fylgst bezt með henni allra manna hér
á landi. Hann las rit forvígismanna hennar, dáðist að
þeim og fagnaði hverju spori, sem stígið var fram á
leið. Honum virtist það eitthvert alvarlegasta íhugun-
efnið fyrir kirkjuna, hvernig verkalýðurinn hefði i
marga áratugi snúið við henni baki i flestum kristnum
menningarlöndum. Kirkjan yrði að boða fátækum
fagnaðarerindi eins og Kristur, ekki drotna, heldur
þjóna, muna vel, að allir væru börn sama föðursins.
Þegar ég heyri talað um kristinn jafnaðarmann, kemur
mér altaf séra Kjartan í hug.
Á heimili þeirra lijóna voru allir jafnir, eða svo kom
það mér fyrir sjónir. Mér finst enginn maður, sem ég hefi
þekt, muni frekar liafa átt skilið en liann heitið heimihs-
faðir. Hann vildi, að alt, sem heimihð hafði að hjóða, næði
til livers manns á því, vinnan yrði aldrei strit, heldur létt
og ljúf, er hugirnir hefðu altaf eitthvað gott og fallegt
að una við. Hann vildi, að aðrir nytu þess með sér, sem
hann var hrifinn af, og liann var altaf hrifinn af ein-
hverju. Bihlían var auðugasta gullnáman. Þá fornsög-
urnar. Ég heyrði hann lesa i þeim fyrir fólkinu sínu í
hvíldarstundunum um sláttinn. Hann vissi, liversu það
gat giætt skilninginn á mannlífinu, skýrt livatir mann-
anna og ástríður og tildrögin að atburðum æfi þeirra