Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 111
Prestatéiagsritið. Kjartan Helgason prófastur.
101
og vakið samhug með þeim. Og börriunum opnuðu sög-
urnar nýjan heim. Málið viturlega og fagra í tignar-
skrúðanum átti einnig að vinna sitt verk og lijálpa til
að hugsa rétt og vilja vel. Sjálfur talaði liann og ritaði
mjög hreint og fagurt mál og þoldi það ekki, að tung-
unni væri misboðið. Ættjörðin og tungan virtist mér
eins og renna saman í eitt fyrir honum, hvortveggja
jafnkær, næst trúnni. Þar hefði það einnig átt við um
hann þetta: að
„hann hefði blóði feginn fáð
hvern flekk af þínum skildi“.
Náttúran átti einnig að vera öllum fegurðar og menta-
lind, og fyrir gat það komið, að hann tæki kaupamann-
inn með sér frá heyvinnunni í grasaleit og þá líklega ekki
síður börnin sín. Yfir heimilislífinu var yndi, og ró, sem
ekki er auðið að lýsa. Hann kunni að taka lífinu létt
og lifa eftir boðum Fjallræðunnar: Yerið ekki áhyggju-
fullir. Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis og þá mun alt
þetta veitast yöur að auki. Hann vildi að bærinn sinn
■— og bæirnir — væru ofurlítill hluti af guðs riki.
Það var ekki að undra, þótt slíkt heimili laðaði gesti
að sér flestum heimilum fremur, og margir fóru þaðan
aftur betri og vitrari menn. Leiðsögu hans var ekki að-
eins leitað í andlegum efnum, heldur yfirleitt i öllu
því, er varðaði heill og framfarir héraðs og sveitar.
Enda eru þar ekki altaf augljós skilin í milli. Einnig
þar var hann forystumaður og um sumt brautryðjandi,
svo að lengi verður minst með þökk. Ljúfasta starfið
var honum altaf þjónsstarfið og læknisstarfið. Allir
gátu öruggir flúið til hans svo að ekki mætti fyrirlitn-
ing, hvað sem amaði að. Enginn var sá smælingi, að
hann væri lítilsvirði i hans augum. Það var hrokinn,
sem hann fyrirleit. Hann hefði getað tekið undir það,
sem vinur hans kvað:
„Fyrirlitlegt eitt þó er
einmitt það að fyrirlíta“.