Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 112
102
Ásmundur Guðmundsson:
Prcstafélagsrítiö.
Því að hann hafði megna andstygð á hugsunarhætti
þeirra, sem treysta sjálfum sér en fyrirlíta aðra. En
vinur tollheimtumanna og bersyndugra hefði hann aft-
ur viljað vera. Hann laut sérstaklega að hinum smáu
og taldi jafnan sig sjálfan einn af þeim. Við þeim skein
honum bjartast lijartað úr augum. Ég hygg, að hann
hafi æfinlega getað veitt hjálp, þegar liennar var leit-
að. Trú hans og kærleiki reisti við lítilmagnana. Hann
var harla fundvís á það, sem gott var í fari þeirra, og
liðsinnið var fólgið í þvi að bæta, ekki eins og lierra,
heldur eins og breyzkur vinur og bróðir, hlúa að neist-
anum frá Guði og blása hann út í bjartan loga.
Þau eru djúp lög lífsins, sem Guð hefir sett. Þeir sem
hreinastir eru skilja þá bezt, sem óhreinir eru — taldir.
Og hann, sem lifði svo grandvöru lífi, að vinur hans,
sem þekti æfi hans vel frá vöggu til grafar, sagði: „Ég
vissi enga hans vömm“ — hann hefði verið manna fús-
astur til að krjúpa niður og biðja: „Guð vertu mér
syndugum líknsamur“.
Minning slíkra lærisveina Krists heldur áfram að lýsa
þeim, sem eftir lifa, þótt þeir sjálfir hverfi hjeðan.
* *
*
Séra Kjartan var fæddur og uppalinn i Birtingaholti.
Hann fór í Latínuskólann 1880 og útskrifaðist úr honum
1886. Sama ár gekk hann inn í Prestaskólann og varð
kandídat í guðfræði 1889. Ári siðar var honum veitt
Hvammsprestakall í Dölum, og þjónaði hann þvi til
1905, er hann fékk Hruna. Hann var prófastur í Dala-
prófastsdæmi 1897—1905 og í Árnesprófastsdæmi 1918
—1928. Veturinn 1919— ’20 ferðaðist hann um bygðir
íslendinga í Canada og Bandaríkjunum og flutti þar
erindi um íslenzka tungu og þjóðerni. Þótti mjög mikið
til þeirra koma, og voru viðtökur Vestur-íslendinga
hinar beztu. Séra Kjartan lét af prestsskap í Hruna-
prestakalli 1930.