Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 116
Prestaféiagsritið. Á. G. og S. P. S.i Einar Jónsson.
105
fóru honum xel úr hendi. Sérstaklega var því viðbrugð-
ið, hve góður barnafræðari hann var og lét sér ant um
alla fræðslu. Samvizkusemi og skyldurækni einkendu
störf hans, en einkum hafa þau orðið mönnum minnis-
stæð og' áhrifarík fyrir það traust, sem persóna hans
vakti og framganga öll. Og vafalaust var það mest um
vert í prestsskap hans, að safnaðarfólk hans fann það
jafnan, að hann var mikill og góður maður og svo fórn-
fús, að hann vildi leysa vandræði allra, hversu mikið
sem það kostaði liann sjálfan. Þessvegna var það
ráðið, þegar erfiðleika eða vanda har að höndum, að
leita til hans, og það þurftu ekki heldur að vera nein
stórmál til þess, að mönnum þætti gott að geta borið
þau undir hann. „Hver einn bær á sína sögu“, þær sögur
hafa ekki fáar orðið bjartari og betri í sóknum séra
Einars fyrir það, að hans naut við. Hvort sem hann
var lieima eða á ferð um prestakall sitt, þótti gott að
eiga athvarf hjá honum og þiggja hjálp hans og leið-
beiningar. Samúð hans með öðrum var svo óvenjulega
rík. Erfiði annara og raunir tóku mjög til hans sjálfs,
og hann fylgdist þannig með kjörum manna, að í sambandi
við liann koma í hug orð Páls postula: „Og ofan á alt ann-
að, sem fyrir kemur, hið daglega ónæði, áhyggjan fyrir
öllum söfnuðunum“. Fengu sjúklingar, sem hann var
sóttur til, hvað bezt að reyna þetta. Var prestsstarf hans
löngum ekki síður í því fólgið að lijúkra en prédika.
Hann naut því altaf mjög mikillar virðingar og vinsælda
hjá söfnuðum sínum. Menn mátu ekki aðeins prestinn,
heldur einnig hinn milda mannkostamann og mann-
vin, sem í öllu vildi láta gott af sér leiða og gjörði
sér þar um engan mannamun.
Samvinna hans við prestana í prófastsdæmi lians var
hin bezta, og varð hann mjög vinsæll af þeim. Héraðs-
fundir voru mjög ánægjulegir undir stjórn hans, og
öll prófastsstörf leysti hann prýðilega af hendi, eins og
prestsstörf sín. Hann tók einnig góðan þátt í félagsskap