Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 117
106
Á. G. og S. P. S.:
Prestafélagsritið.
austfirskra presta, sem stofnaður var á síðustu pró-
fastsárum hans, og sótti fundi þeirra bæði í Vallanesi
1926 og á Eiðum 1927, þótt hann ætti einna lengsta
og erfiðasta leið allra fundarmanna og væri þeirra
langelztur, kominn nokkuð á áttræðisaldur. Sýndi þetta
áhuga hans og löngun til samvinnu um mál kirkjunn-
ar. Framkoma hans á þessum fundum mun mörgum
minnisstæð, er þar voru, fundarstjórn lians, tillögur og
ræður, sem báru vott um djúpa lífsreynslu og spakan
mann, sanngjarnan og góðgjarnan.
Auk embættisstarfanna var séra Einari falinn fjöldi
af trúnaðarstörfum, og vann hann þau öll af mestu alúð.
Meðal annars var hann þingmaður Norð-Mýlinga um 10
ára skeið. Kom þar fram eins og annarsstaðar hin al-
kunna samvizkusemi hans. Þótti jafnvel sumum hún
um of og hann ekki eins eindreginn flolcksmaður og
skyldi. En slíkt er oft einkenni beztu manna. Flokks-
samvizkan getur ekki komið i stað samvizku sjálfra
þeirra, heldur vilja þeir hafa fult frelsi til þess i hverju
máli að gjöra það eitt, sem þeir telja satt og rétt.
Séra Einar vann einnig mikið að ritstörfum.
Hann bjó undir prentun „Sálmasöngsbók með þrem-
ur röddum“ eftir Pétur organleikara Guðjohnsen
(Kaupmannahöfn 1878), og ritaði æfisöguágrip hans
framan við bókina. En á stúdentsárum sínum hafði
séra Einar stundað söngnám hjá honum og lært að spila
á hljóðfæri. Kom sú kunnátta og söngþekking sér vel
í prestsskap séra Einars, bæði til bóta á kirkjusöng, til
söngfræðslu fyrir almenning og til skemtunar.
Eftir hann eru til prentaðar tvær hugvekjur, sú fyrri
i „Prestahugvekjunum“ frá 1883, en hin siðari í „Hundr-
að hugvekjum“ frá 1926.
1 , Andvara“ 12. árg. 1886 ritaði séra Einar æfiágrip
Halldórs prófasts Jónssonar á Hofi. Kemst hann þar meðal
annars svo að orði um hinn merka fyrirrennara sinn:
„Þegar skygnst verður svo djúpt í sögu þessarar ald-