Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 122
110
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
ingja og ágætismann, sem þann dag og næstu daga gaf
að lesa í öllum atkvæðamestu og víðlesnustu blöðum
heimsins. Öllum sem minnast hans látins, kemur saman
um, að með Söderblom sé hniginn i valinn ekki einasta
eitt af þeim stórmennum hinnar sænsku þjóðar og kirkju,
sem mestan ljóma liefir lagt af, heldur og einn af mestu
ágætismönnum kristilegrar kirkju um allan heim á sið-
ari tímum. Mestur sé þó missirinn fyrir hina sænsku
þjóð og kirkju. Þar hafi ræzt við sviplegt fráfall Söd-
erbloms hið gamla orð Harmljóðanna: „Fögnuður hjarta
vors er þrotinn, gleðidans vor snúinn í sorg“. (Harml.
5, 15).
Um það þarf ekki að efast, að hin sænska lcirkja og
Norðurlandakirkjurnar alls yfir hafa við lát Söderbloms
beðið hið tilfinnanlegasta og óbætanlegasta tjón, því að
svo mörgum ágætismönnum, sem þær hafa átt á að skipa
á liðnum tímum, fær þó enginn þeirra jafnast við hinn
nýlátna sænska erkibiskup. Hann var höfði hærri en þeir
allir. „En prelat i várldsformat“ munu Svíar vilja nefna
liann og það með réttu, því að hann var áreiðanlega
kirkjuhöfðingi í stærra broti, en sést hefir nokkru sinni
áður á Norðurlöndum, enda var hann víðfrægastur allra
Norðurlandamanna um sína daga og ekki síður tekið
tillit til orða lians í Rómi en í Kantaraborg, og ekki síð-
ur vestan hafs en austan. Og þar sem nú islenzk kristni
ekki síður en kristni annara þjóða átti ítak i lijarta þessa
víðfeðma mikilmennis, hefir mér þótt hlýða, að lians
væri minst í Prestafélagsriti voru og engum skyldara að
lialda minningu hans á lofti en þeim, sem þetta ritar,
og hefir talið það mesta sóma sinn að hafa eignast
vináttu jafn ágæts liöfðingja og átt hana síðasta hálfa
mannsaldurinn.
Fyrsta skifti, sem ég heyrði nafn Söderbloms, var af
vörum Haralds sál. Níelssonar. Hann hafði sótt „nor-
rænan stúdentafund með kristilegu verkefni“ — hinn
fyrsta, sem efnt var til á Norðurlöndum — og haldinn